fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum

Fókus
Fimmtudaginn 16. september 2021 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Carolyn hefur vakið mikla athygli á TikTok eftir að hún deildi ströngum reglum sem fyrrverandi kærasti hennar krafðist að hún færi eftir á meðan hún bjó á heimavist og sótti tíma í háskóla.

„Ég vil bara segja að svona hegðun er ofbeldi,“ segir hún í myndbandinu og segist í dag sjá að fyrrverandi samband hennar einkenndist af ofbeldi og ótrúlegri stjórnsemi.

„Ég hugsaði að það gæti verið fyndið að lesa fyrir ykkur reglurnar sem klikkaði stjórnsami fyrrverandi sendi mér áður en ég byrjaði í háskólanum.“

Fyrrverandi kærastinn ætlaðist til þess að fá að fylgjast með öllum ferðum hennar, stýra því hverju hún klæddist, stýrði því hvort hún færi út að skemmta sér eða ekki og ætlaðist líka til þess að Carolyn sannaði á hverju kvöldi að hún væri ekki að hitta aðra menn.

„Reglur fyrir Carolyn: 

Lestu þetta vel

  1. Ekki hundsa mig eftir að þú lest þetta 

  2. Aldrei slökkva á smáforritinu life360, Find my Iphone eða staðsetningunni á Snap

  3. Öll föt sem þú klæðist þurfa að vera samþykkt af mér og mömmu 

  4. Ekki koma nær öðrum karlmönnum en 7 metra

  5. Alls ekki drekka 

  6. Engir magabolir eða þröngur fatnaður 

  7. Vertu komin á heimavistina klukkan 21:00 á hverju kvöldi og hringdu í mig á Facetime svo ég viti að þú ert ein

  8. Engin háskólapartý

  9.  Ekki klæðast fötum sem aðrir karlmenn eiga 

  10. Ekki bera saman handstærðir með öðrum mönnum, ekki faðma, ekki kyssa og svo framvegis

  11. Aldrei taka af þér hringinn sem ég gaf þér“

Carolyn benti á að hefði hún farið eftir reglunum hefði hún ekki fengið að upplifa háskólalífið eins og það á að vera, mögulega deyja úr vökvaskort og þurfa að skrá sig úr öllum fögum þar sem hún gæti ekki tryggt 7 metra milli sín og næsta karlmanns.

Hún fylgdi eftir myndbandinu með öðru þar sem hún svaraði spurningum sem margir höfðu beint til hennar eftir að hún birti reglurnar.

„Það var þarna sem ég gerði mér grein fyrir að eg vildi ekki vera í þessu sambandi lengur og ég gerði honum það fullkomlega ljóst,“ sagði hún.

„Til allra sem verða fyrir andlegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi, þá er þetta aldrei í lagi,“ sagði hún og benti þeim sem eru sambærilegum aðstæðum á að leita sér aðstoðar.

@ccarollynni wish i was joking

♬ original sound – Carolyn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát