fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Langrækinn Tarantino fyrirgaf móður sinni ekki kaldhæðnina – „Þú færð ekkert“

Fókus
Mánudaginn 9. ágúst 2021 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn og handritshöfundurinn frægi Quentin Tarantino er afar langrækin ef marka má ummæli hans í hlaðvarpinu The Moment þar sem hann greindi frá því að hann deili ekki gífurlegum auðæfum sínum með móður sinni vegna nokkurs sem hún sagði þegar hann var aðeins barn að aldri.

Tarantino greinir frá því að þegar hann var krakki þá hafi hann oft eytt tíma í að skrifa handrit frekar en að læra í skólanum og hafi það reitt kennara hans til reiði. Hann hafi ekki verið öflugur námsmaður nema í ensku- og sögutímum og þótti móður hans það ekki ásættanlegt.

„Þeir [kennararnir] litu á það sem ögrun og uppreisn að ég væri að gera þetta frekar en það sem ég átti að vera að gera í tímum,“ sagði Tarantino og sagði að móðir hans hafi aldrei verið sátt við lakan námsárangur hans.

„Hún var að nöldra í mér yfir þessu þegar hún í miðri einræðunni sagði „Já á meðan ég man, þessi liti „ferill í handritaskrifum“ og hún gerði gæsalappir með fingrunum og allt. „Þessi litli „ferill í handritaskrifum“ sem þú ert að eltast við. Því líkur núna.“

Tarantino tók þessum orðum hennar ekki vel.

„Þegar hún sagði þetta við mig með þessum kaldhæðna hætti hugsaði ég með mér „Allt í lagi kona. Þegar ég verð frægur handritahöfundur þá færðu ekki eina krónu frá mér. Það verður ekkert hús keypt fyrir þig. Engin ferðalög, engin Elvis Cadillac bíll fyrir mömmu. Þú færð ekkert. Vegna þess að þú sagðir þetta.“

Þáttastjórnandi spurði Tarantino hvort hann hafi staðið við þetta.

„Já já. Ég hjálpaði henni þegar hún lenti upp á kant við skattinn. En ekkert hús. Enginn Cadillac, ekkert hús.“

Tarantino bætti við að foreldrar ættu að vera meðvitaðir um það að það geti haft afleiðingar að gera lítið úr draumum barna sinna.

„Orð þín til barna þinna hafa afleiðingar, mundu að kaldhæðnin þín hefur afleiðingar þegar þú beitir henni gegn einhverju sem skiptir börnin þín máli.“

Eins og flestir vita er Tarantino með frægari mönnum á sínu sviði. Hann hefur gert 10 myndir á ferlinum sínum frá 1992 og næsta verkefni hans verður hans síðasta. Hann mun að því loknu setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera aðeins 58 ára að aldri.

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að leikstjórinn ætlaði sér að leggjast í helgan stein en rétt er að segja setjast. Blaðamaður hefur líklega ósjálfrátt verið að opinbera eigin vilja til að leggjast niður. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar