Tónlistarkonan Guðný María gaf út nýtt lag á dögunum, en það ber heitið Til arons.
Hún segir að lagið sé um sig og fólk sem eigi erfitt með að tala um tilfinningarnar sínar, sérstaklega þær sem varða ástina. Sjálf segist hún geta verið slæm í þeim málum, en þó kannski ekki eins slæm og konan sem fjallað erum í laginu.
Ásamt laginu tók hún upp tónlistarmyndband, sem sjá má hér fyrir neðan.
Guðný segir að í myndbandinu komi fyrir fleiri aukaleikarar en áætlað var „bæði álfar í Hafnarfirði, sem og köttur sem vildi vera með.“ segir hún.