Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingiskona, rithöfundur og þjóðfræðingur, hefur breytt um hárlit.
Hún hefur um langt skeið verið ein frægasta rauðhærða valkyrja landsins en ákvað að það væri kominn tími til að breyta til og er orðin ljóshærð.
Ólína birti mynd fyrir stuttu á Facebook þar sem má sjá hana með ljósu lokkana. Hún er að sjálfsögðu glæsileg, enda myndi hún vera glæsileg með hvaða hárlit sem er.
Eins og Ólína segir sjálf í lýsingu sinni á Facebook: „Lífið er ævintýri – njóttu þess!“