fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Piers Morgan með hótanir á Twitter – „Þau gera þetta lymskulega og halda að ég taki ekki eftir því en ég tek alltaf eftir því“

Fókus
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 19:45

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er þekktur fyrir umdeild ummæli og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar kemur að deilum og rifrildum á opinberum vettvangi, hvort sem það er á sjónvarpsskjánum eða á samfélagsmiðlum.

Ummæli Piers um fimleikastjörnuna Simone Biles nýlega hafa vakið hörð viðbrögð. Það vakti heimsathygli er Biles dró sig úr keppni í úrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir skömmu á þeim forsendum að hún þyrfti að huga að andlegri heilsu sinni.

Margir lofuðu Biles fyrir hugrekki og hreinskilni, en ekki Piers Morgan sem sagði eitthvað á þá leið að Biles væri að skýla sér á bak við andleg veikindi til að forðast gagnrýni eftir slaka frammistöðu undanfarið.

Á Twitter er enginn skortur á fólki með sterkar skoðanir og óhætt er að segja að Piers Morgan hafi orðið fyrir harðri gagnrýni og miklu skítkasti á Twitter, í kjölfar ummælanna um Bile. Hann hefur ekkert dregið af sér, svarað fyrir sig fullum hálsi og kallar gagnrýnendur sína á Twitter samansafn af heimskingjum.

Í nýjasta tísti sínu ræðir Piers um þekkt og áberandi fólk, sem hann þekki vel, sem „læki“ við andstyggileg tíst um hann. Í lauslegri þýðingu segir Piers:

„Alltaf magnað að sjá þekkt fólk sem ég þekki vel „læka“ andstyggileg tíst um mig … þau halda líklega að þau geti gert það lymskulega og ég taki ekki eftir því. En ég tek alltaf eftir því og skrái hjá mér, geymt en ekki gleymt.“

Eins og nærri má um geta gefur þetta tíst af sér miklar umræður. Einhverjir spyrja Piers hvað hann ætli að gera í þessu. Einn bendir á að honum þykir það vera nokkuð áráttukennt að eyða tíma sínum í þetta. Honum er bent á að hann hafi verið mjög illskeyttur undanfarnar vikur og tekið margt fólk fyrir. Einhver segir að það að þekkja hann sé ekki það sama og að líka við hann. Þá er Piers spurður hvort hann sé nokkuð orðinn ofsóknarbrjálaður. Þá má nefna að Piers er ráðlagt að hætta á Twitter og lesa góða bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“