fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Mokar inn peningum á að selja óhreinar nærbuxur – „Því skítugri sem þær eru, því hraðar seljast þær“

Fókus
Föstudaginn 16. júlí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcela Alonso frá New York er Instagram-fyrirsæta með hundruð þúsunda fylgjenda. Hún þénar nú þegar milljónir á ári fyrir fyrirsætustörfin en ákvað að drýgja tekjurnar með óvenjulegum hætti eftir fjölda fyrirspurna frá aðdáendum.

Hún fékk ítrekað fyrirspurnir frá aðdáendum sem vildu ólmir fá að kaupa fatnað sem hún hafði klæðst.  „Ég hef fengið hundruð fyrirspurna þar sem aðdáendur spyrja hvort þeir megi kaupa fötin mín. Einn keypti meira að segja illa lyktandi gamlan íþróttatopp af mér á tæpar þrjátíu þúsund krónur.“

Hún fær sérstaklega vel borgað fyrir óhreinar nærbuxur, eða allt að 15 þúsund krónur. „Því skítugri sem þær eru, því hraðar seljast þær. Meirihlutinn af fötunum sem ég klæðist í myndatökum selst nánast um leið og ég birti myndirnar. Aðdáendur geta ekki beðið eftir því að koma höndunum yfir kynþokkafullu fötin mín.“

Furðulegasta flíkin sem hún hefur selt eru notaðir inniskór. Aðdáandi bað hana um að nota þá í nokkra mánuði fyrst. „Ég varð bara við því. Ég notaði þá heima hjá mér á meðan ég slakaði á og sinnti heimilisstörfum. Aðdáandinn varð afar lukkulegur. Ég veit ekki hvort hann ætlaði að klæðast þeim sjálfur en ég er með mjög litla fætur svo ég veit ekki hvort þeir hefðu passað.“

Frétt Mirror

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni