fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Gerði óvænta uppgötvun á fjölskyldumóti – „Fjölskyldan mín hafi vitað þetta árum saman“

Fókus
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Victoria Flett var 12 ára gömul hefur hún glímt við sársaukafullar og miklar blæðingar sem gátu varað í allt að fimmtán daga. Það var ekki fyrr en hún var 17 ára sem hún komst að hinu sanna. Metro greinir frá.

Victoria er 28 ára í dag. Þegar hún var 17 ára fór hún á fjölskyldumót þar sem henni var loksins greint frá því að hún er fædd með tvö leg. Hún hafði ekki hugmynd um þetta meðfædda ástand en það skýrði þó sársaukafullan tíðahringinn.

„Fjölskyldan mín hafði vitað þetta árum saman. Ég fæddist rúmlega 5 kg að þyngd og þetta var erfið fæðing þar sem nokkur rifbeinin mín brotnuðu á meðan það var barist við að koma mér í heiminn.  Út af því og vegna heilsuvandamála sem komu upp í kjölfarið var ég mynduð og samkvæmt ömmu minni komust læknar þá að því að ég er með tvö leg.“

Allir í fjölskyldu hennar vissu því af þessu nema hún.

„Þetta var bara almenn vitneskja í fjölskyldunni en ég var að fara yfir um þar sem ég vissi ekkert um þetta.“

Victoria hafði sjálf leitað til kvensjúkdómalæknis fimmtán ára gömul eftir að lenda í erfiðleikum með að koma upp tíðatöppum. Eftir skoðun sagði læknirinn henni að hún væri með vef sem skipti píkunni á henni í tvennt. En það var ekki fyrr en á áðurnefndu fjölskyldumóti sem hún komst að því hvað í raun og veru var að.

Í kjölfar fjölskyldumótsins fór Victoria til læknis í ómskoðun sem sýndi lítið leg til vinstri og stærra leg til hægri – hvort fyrir sig með legháls. Vegna þessa getur Victoria þurft að glíma við heilsufarsvandamál svo sem erfiðleika við að geta barn.

Engu að síður á Vicoria í dag þrjú börn og öll voru getin með náttúrulegum hætti. Elsta barnið hennar og það yngsta urðu til í litla leginu en miðju barnið í því stærra.

Victoria deilir sögu sinni til að vekja athygli á þessum fæðingargalla og heldur utan um Facebook-hóp fyrir aðra í hennar stöðu.

„Það hjálpaði mér mikið að eignast „net vini“ sem eru að ganga í gegnum það sama. Ég er stjórnandi á síðunni og hjálpa til við að reka hana. Síðan ég gekk í þennan hóp fyrir fjórum árum hefur meðlimum fjölgað úr um hundrað upp í rúmlega þúsund. Það er ekki mikið af upplýsingum á reiðum höndum um þetta ástand svo það skiptir máli að geta talað við aðra í sömu stöðu. Við erum eins og fjölskylda, samfélag sem hjálpar hvert öðru og veitir stuðning þegar á þarf að halda.“

Þarna til vinstri má sjá hitt legið en þarna er Victoria ófrísk af miðjubarninu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi