fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Alex kom með kenningu um Instagram-hakkarann og var svo sjálfur hakkaður – „Þetta er ruglað, þetta er alveg snarruglað“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 10:30

Samsett mynd - Mynd af Alex/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Michael Green, ljósmyndari og efnishöfundur (e. content creator), kom á dögunum með kenningu um Instagram-hakkarann alræmda. Alex taldi að um einhvers konar markaðsherferð væri að ræða, verið væri að loka öllum þessum aðgöngum til að koma síðan með auglýsingu fyrir netöryggi eða eitthvað slíkt. Þessi kenning hans fór ekki vel í hakkarann sem ákvað að hefna sín og hakka aðganginn hans Alex á Instagram. „Heldurðu ennþá að ég sé ekki ekta?“ spurði hakkarinn í færslu sem hann birti á Instagram þar sem hann sýndi að búið væri að loka aðganginum hans Alex.

Í samtali við DV segist Alex ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. „Ég er content creator, ég hætti ekkert að búa til efni þó svo að Instagram-aðgangurinn minn liggji niðri. Það er ekki eins og ég missi hæfileikann minn til að taka myndir og myndbönd,“ segir hann en mínusinn við þetta er aðallega vesenið sem fylgir því að missa aðganginn. „Ég vona að þetta lagist, ég nota þetta sem aðal samskiptamiðil, ég þyrfti að ná sambandi aftur við svo marga og stofna fullt af spjallhópum aftur, ég nenni bara ekki veseninu.“

Alex finnst þetta í rauninni vera bara nokkuð fyndið, það að hakkarinn hafi ákveðið að hakka sig eftir að hann kom með kenninguna sína. Þá finnst honum það vera áhugavert að þetta sé alvöru hakkari en ekki bara einhver markaðsherferð. „Þetta er ótrúlega impressive, ég hef aldrei séð neinn koma hingað og gera neitt svona áður. Ég tek hattinn ofan fyrir honum,“ segir Alex um hakkarann.

Mikill fjöldi af íslenskum áhrifavöldum hefur orðið fyrir barðinu á hakkaranum. „Þetta er samt leiðinlegt fyrir hitt fólkið sem reiðir sig ótrúlega mikið á samfélagsmiðilinn því þaðan koma tekjurnar þeirra,“ segir Alex. „Mér finnst þetta bara fyndið en ég held að hinum finnist þetta ekkert sérstaklega fyndið. Þetta er ruglað, þetta er alveg snarruglað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Í gær

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló