fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fókus

3 leiðir til að takast á við höfnun – „Þetta mun verða sárt“

Fókus
Sunnudaginn 11. júlí 2021 11:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæra Diedra – Hvernig á að takast á við höfnun“ er yfirskrift greinar sem birtist hjá The Sun en Dear Deidra er liður hjá miðlinum þar sem veitt eru góð ráð til lesenda.

Að þessu sinni tekur Deidra fyrir höfnun, en einstaklingar ganga gjarnan í gegnum erfiðan tilfinningarússíbana eftir að hafa verið hafnað.

„Í sínu erfiðasta formi getur höfnun verið eitt af því erfiðasta til að komast yfir,“ skrifar Deidra.

„Hvort sem það er í vinnunni okkar eða í einkalífinu þá er enginn ónæmur fyrir vanlíðan og niðurdregni þegar hlutirnir ganga ekki upp.“

Deidra leggur til þrjár leiðir til að takast á við höfnun.

1 Að horfast í augu við tilfinningarnar

„Að sleppa af takinu og sætta sig við að hlutirnir gangi ekki upp eins og þú hefðir viljað er erfiðasti en mikilvægasti þátturinn í að takast á við höfnun.

Þetta mun verða sárt. Þú átt eftir að finna fyrir reiði, vonbrigðum, vanlíðan og vertu þess viss að þú ert ekki veikburða fyrir að finna fyrir þessum tilfinningum.

Þú átt eftir að finna fyrir heilu litrófi af tilfinningum og hefur rétt á hverri einustu þeirra.“

2 Að sætta sig við aðstæður

„Jafnvel þó þér líði eins og þetta sé allt þér að kenna þá er mikilvægt að vera raunsær og hugsa um aðstæður frá öðru sjónarhorni.

Hvort sem það er vinna eða einkalíf þá hafa einstaklingar ákveðnar þarfir og langanir sem þú veist kannski ekki af og getur ekki fullnægt.

Þú ert alltaf nóg, en kannski í nákvæmlega þessum aðstæðum þá ertu ekki það sem hin manneskjan þarf eða vill og þú getur ekki breytt því.“

3 Höfnun er bara hjáleið

„Þeir sem hafa upplifað höfnun áður geta tengt við þetta, en höfnun þarf ekki endilega að vera neikvæð lífsreynsla.

Hún opnar möguleikann á öðrum tækifærum sem höfðu kannski ekki  staðið til boða áður.

Reyndu að hugsa um höfnun sem góðan hlut. Hún gefur þér tækifæri til að endurmeta hlutina og þú gætir endað með að fara í allt aðra átt en þú vildir – átt sem hentar þér betur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set