fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Jennifer Aniston rifjar upp svakalegan dónaskap gestaleikara Friends – „Hann lét eins og hann væri of góður fyrir þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. júní 2021 08:58

Jennifer Aniston í Friends.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Aniston var á dögunum í viðtali hjá Howard Stern á útvarpsstöðinni SiriusXM. Hún lét ýmislegt flakka í viðtalinu, eins og hver staðan á sambandi hennar og Brad Pitt sé í dag.

Leikkonan ræddi einnig um gestaleikarana en það voru þó nokkrir frægir gestaleikarar, eins og Danny DeVito, Alec Baldwin, Brad Pitt, Winona Ryder, Bruce Willis og Susan Sarandon. Hún sagði að það hefði verið einn leikari sem hefði verið einstaklega dónalegur. Hún vildi ekki nefna dónann á nafn en sagði að það hefði verið karlmaður.

„Hann lét eins og hann væri of góður fyrir þetta, að koma fram í gamanþætti,“ segir hún.

Hún rifjar upp hvernig framleiðendur þáttanna hlógu á æfingum sem greinilega pirraði gestaleikarinn. „Þessi maður var alveg: „Hlustið á þá, hlæjandi að eigin bröndurum. Svo heimskulegt, ekki einu sinni fyndið.“ Og ég var alveg: „Hvað ertu að gera hérna? Viðhorfið þitt passar ekki hérna inn. Þetta er yndislegur staður til að vera á og þú ert bara að koma hingað og drulla yfir það,“ segir hún.

Jennifer segir að dóninn hefði séð að sér og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Það fyndna við þetta er að hann baðst afsökunar mörgum árum seinna og sagði að hann hefði verið mjög stressaður og þess vegna hegðað sér svona,“ segir hún.

Þó svo að Jennifer vildi ekki nefna neinn á nafn þá útilokaði hún tvo menn, Tom Selleck sem lék Dr. Richard Burke og Sean Penn, sem lék unnusta Ursulu, systur Phoebe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Í gær

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“