fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. maí 2021 20:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ashley Graham er harður málsvari jákvæðrar líkamsímyndar og draumur hennar er að öllum konum líði vel í eigin skinni, óháð stærð og vaxtarlagi. Hún hefur verið dugleg að breiða út boðskapinn, bæði í leik og starfi.

Hún er með tæplega 13 milljón fylgjendur á Instagram og deilir óbreyttum myndum af sér sjálfri, alveg eins og hún er. Mörgum þykir það afar hressandi þar sem það er mjög algengt að stjörnur og áhrifavaldar breyti myndunum sínum í myndvinnsluforritum, eins og Photoshop og Facetune.

Mynd/Instagram

Í samtali við News.au segist Ashley ekki eiga erfitt með að deila „hráum“ og óbreyttum myndum af sér á samfélagsmiðli þar sem annarri hverri mynd virðist hafa verið breytt.

„Ég hugsa til baka þegar ég var yngri, ég hugsa um hana og ég veit að hún er til staðar í svo mörgum öðrum ungum stelpum og ég hugsa, af hverju myndi ég vilja ljúga að henni? Af hverju myndi ég vilja að hún myndi sjá eitthvað sem er ekki raunveruleikinn?“

Mynd/Instagram

Ashley eignaðist sitt fyrsta barn í mars 2020. Hún hefur verið dugleg að deila myndum af nöktum líkama sínum á Instagram í gegnum allt ferlið.

Hún segist vilja deila þessum myndum af líkama sínum eftir barnsburð því fólk „sér ekki svona myndir nógu oft.“

„Við sjáum sjaldan konur sem eru með milljónir fylgjenda í réttu ljósi, að mínu mati,“ segir hún.

„Ég held að ég birti þessar myndir því ég hefði viljað sjá svona myndir þegar ég var yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“