fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“

Fókus
Föstudaginn 7. maí 2021 19:40

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tori Ann Lyla Hunter, 27 ára gömul móðir frá Ástralíu, opnar sig í samtali við Jam Press um það hvernig það er að starfa við það að birta myndir af sér á vefsíðunni OnlyFans. The Sun vakti athygli á málinu.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi. OnlyFans hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hér á landi og úti í heimi.

Í fyrra vann Tori Ann sem barþjónn og fékk þar um 2.600 íslenskar krónur á tímann. Þá ákvað hún að stofna aðgang á OnlyFans og í dag græðir hún um hálfa milljón í íslenskum krónum á viku. Hún hefur eytt um 5 milljónum í íslenskum krónum í lýtaaðgerðir en hún telur að það hafi hjálpað henni að fá meiri hagnað í gegnum miðilinn.

Tori Ann talar um hvernig það er að vera móðir á OnlyFans en hún á tvö börn, 8 ára gamlan strák og 6 mánaða gamla stúlku. Hún segist vera orðin þreytt á neikvæðninni í netverjum. „Mér finnst gaman að gera efni og mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því sem ég elska að gera?“ segir hún.

„Nú hef ég meira fjárhagslegt frelsi og ég elska að geta gert hvað sem ég vil, hvenær sem ég vil með fjölskyldunni minni,“ segir Tori Ann og bendir á að aðaláhyggjuefni netverja sé hvað börnin hennar muni hugsa þegar þau verða eldri.

„Ég hef ekki áhyggjur af því vegna þess að ég er ekki að ala upp börnin mín í að vera þröngsýn. Stelpan mín er bara barn og sonur minn er ánægður því peningurinn sem ég fæ gerir það að verkum að hann getur fengið allt það sem hann vill. Hann kallar mig líka fallega á hverjum degi og er stoltur þegar ég sæki hann í skólann – svo ég finn ekki fyrir því að hann skammist sín fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið