fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fókus

Patrekur Jaime rifjar upp pínlegt atvik – „Það sem gerði þetta eiginlega vandræðalegra var að ég fór ekki heim“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 14:00

Patrekur Jaime. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaþáttur Einkalífsins á Vísi kom út fyrr í dag. Í þættinum svöruðu átta viðmælendur sömu spurningunni sem hljóðar svo: „Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?“

Tveir viðmælendur höfðu svipaða sögu að segja. Bæði Þórunn Erna Clausen söngkona og Patrekur Jaime raunveruleikastjarna hafa lent í því að pissa á sig.

Kláraði að djamma

„Sko ég held að það vandræðalegasta sem ég hef lent í er að pissa á mig á djamminu,“ segir Patrekur Jaime í þættinum.

„Það sem gerði það eiginlega vandræðalegra er að ég fór ekki heim. Ég kláraði að djamma áður en ég fór heim.“

Hann var í dökkum buxum þegar þetta skeði og það gerði honum kleift að fela slysið.

„Þetta var ógeð þegar ég hugsa út í það,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi farið síðan pissublautur heim af djamminu svarar Patrekur játandi.

„Kærasti vinkonu minnar skutlaði mér heim og ég fór úr nærbuxunum, því þær voru pissublautar, og ég skildi þær eftir í bílnum og hann sá það svona þremur dögum seinna. Þetta var bæði vandræðalegt og ógeðslegt,“ segir hann við hlátrasköll.

Þórunn Erna var ekki á djamminu eins og Patrekur, heldur var hún ólétt og kærasti hennar gerði henni grikk með því að bregða henni svo illa að hún missti þvag. Hún ætlaði að hlaupa í burtu í skömm en rann í bleytunni og datt.

Horfðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“