fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Patrekur Jaime rifjar upp pínlegt atvik – „Það sem gerði þetta eiginlega vandræðalegra var að ég fór ekki heim“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 14:00

Patrekur Jaime. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaþáttur Einkalífsins á Vísi kom út fyrr í dag. Í þættinum svöruðu átta viðmælendur sömu spurningunni sem hljóðar svo: „Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?“

Tveir viðmælendur höfðu svipaða sögu að segja. Bæði Þórunn Erna Clausen söngkona og Patrekur Jaime raunveruleikastjarna hafa lent í því að pissa á sig.

Kláraði að djamma

„Sko ég held að það vandræðalegasta sem ég hef lent í er að pissa á mig á djamminu,“ segir Patrekur Jaime í þættinum.

„Það sem gerði það eiginlega vandræðalegra er að ég fór ekki heim. Ég kláraði að djamma áður en ég fór heim.“

Hann var í dökkum buxum þegar þetta skeði og það gerði honum kleift að fela slysið.

„Þetta var ógeð þegar ég hugsa út í það,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi farið síðan pissublautur heim af djamminu svarar Patrekur játandi.

„Kærasti vinkonu minnar skutlaði mér heim og ég fór úr nærbuxunum, því þær voru pissublautar, og ég skildi þær eftir í bílnum og hann sá það svona þremur dögum seinna. Þetta var bæði vandræðalegt og ógeðslegt,“ segir hann við hlátrasköll.

Þórunn Erna var ekki á djamminu eins og Patrekur, heldur var hún ólétt og kærasti hennar gerði henni grikk með því að bregða henni svo illa að hún missti þvag. Hún ætlaði að hlaupa í burtu í skömm en rann í bleytunni og datt.

Horfðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur