fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Segir íslenska lækna ekki hafa hlustað á sig – „Mér finnst ekki rétt að vera endalaust vísað frá“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 20:30

Mynd/Hallur Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Halla Magnúsdóttir opnar sig um alvarlega heilsubresti og baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið í forsíðuviðtali Vikunnar sem kom út í dag.

Það tók 26 ár fyrir Sigríði Höllu að fá greiningu. Hún var 38 ára gömul þegar hún var loks greind með endómetríósu. Þrátt fyrir greiningu fékk hún ekki betri þjónustu og endaði með að leita til sérfræðings í Evrópu eftir að hún rakst á enn annan vegg í heilbrigðiskerfinu hér á landi.

Skelfilegir verkir

Frá því að Sigríður Halla byrjaði á blæðingum fékk hún mjög slæma túrverki frá baki og niður fætur. Suma daga komst hún ekki fram úr vegna verkja. Þegar hún varð eldri byrjaði að bera á öðrum kvillum. „Ég var farin að fá mígrenisköst, finna fyrir svima, ógleði, meltingartruflunum. Fæðuóþol hrjáði mig, ég fékk stingandi sársauka í mjaðmirnar, vondan hjartslátt, hárlos, óútskýranlegt þyngdartap og mikið gróðurofnæmi,“ segir hún.

Sigríður Halla gekk á milli lækna sem gáfu henni þau svör að hún væri með lágan sársaukaþröskuld, vefjagigt og gæti jafnvel verið svolítið hysterísk.

Í viðtalinu fer Sigríður Halla yfir sjúkrasögu sína og segir frá því hvernig ástand hennar fór versnandi. Hún var loksins greind með endómetríósu en þrátt fyrir greiningu fékk hún ekki betri þjónustu.

„Ég grét af gleði vegna þess að nú vissi ég að ég var ekki ímyndunarveik en ég grét líka af sorg. Á hvern getur kona treyst ef hún fær ekki stuðning þeirra lækna sem hún leitar til? Mun ég alltaf þjást eða er einhver þarna úti sem sýnir þessu skilning og er tilbúinn til að meðhöndla þennan sjúkdóm?“ Segir Sigríður Halla og bætir við að hún hafi verið komin með læknakvíða.

„Mér finnst ekki rétt að vera endalaust vísað frá eða boðin lyf sem ég veit að munu ekki gera gagn,“ segir Sigríður Halla. Hún hafði samband við einn færasta endó-sérfræðing Evrópu, Dr. Gebriel Mitroi í Rúmeníu. Sigríður Halla fór út í aðgerðina í byrjun árs 2021 og hefði ekki mátt bíða mikið lengur.

Hún segir frá aðgerðinni, bataferlinu og líðan sinni í dag í nýjasta tölublaði Vikunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro