fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. apríl 2021 10:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartnæm mynd frá því þegar Elísabet Bretadrottning og Filippus prins hittust í fyrsta skipti er að vekja mikla athygli á ný. Filippus lést á föstudaginn síðastliðinn, 99 ára að aldri. Filippus og Elísabet giftust árið 1947. Þau áttu saman fjögur börn, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn.

Hjónin hittust fyrst þegar Elísabet var aðeins þrettán ára gömul. Á myndinni hér að neðan má sjá augnablikið þegar Elísabet sér hann í alfyrsat sinn og segir sagan að hún hefði ekki „tekið augun af honum.“

Fyrsta skiptið sem þau hittu hvort annað.

Það var hrein tilviljun að Filippus hafi verið valinn til að hitta prinsessuna. Tveir aðrir voru í röðinni á undan honum, en komust ekki vegna veikinda.

Filippus var nítján ára gamall og sagður hafa verið mjög myndarlegur. Samkvæmt kennslukonu Elísabetar var Filippus sjálfsöruggur og kærulaus, sem sló í gegn hjá framtíðardrottningunni.

Elísabet varð yfir sig hrifin af Filippus og þremur árum seinna sagði hún vinkonu sinni að hann væri sá „eini rétti“. Þau voru vinir og skiptust á bréfum og eyddu saman jólunum árið 1943. Ástin blómstraði, þau giftust árið 1947 og voru gift í 73 ár þar til hann lést.

Hjónin á brúðkaupsdaginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“