fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Matti og Kristlín hætt saman – Leiðir skilja hjá Hatara og heitum penna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. mars 2021 08:53

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listaspírurnar Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara og leikskáld, og Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður og mannfræðinemi, eru hætt saman og slá nú í gegn í sitthvoru lagi. Parið vakti mikla athygli bæði fyrir hugmyndir sínar og framúrskarandi tískuvit en þau eru bæði beittir pennar.

Matthías Tryggva ættu flestir landsmenn að þekkja sem söngvara Hatara, hljómsveitarinnar sem fór fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019 með lagið „Hatrið mun sigra“. Hatari hreppti tíunda sæti fyrir Ísland, sem var besti árangur Íslands í áratug. Hljómsveitin vakti einnig heimsathygli, bæði fyrir atriði sitt og einnig fyrir að vekja athygli á andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu.

Matthías útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018 og skrifaði leikritið Griðastað, sem hlaut þrjár tilnefningar til Grímunnar 2019.

Kristlín Dís er að ljúka námi í mannfræði og er blaðamaður hjá Fréttablaðinu. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir pistlaskrif sín síðustu ár. Eins og Matthías hefur hún ekki setið þögul heldur breitt út boðskap sem er henni mikilvægur í pistlum sínum. Kristlín hefur meðal annars skrifað um kynjamisrétti, slæm áhrif klámáhorfs og kynferðisofbeldi. Helgarviðtöl hennar í Fréttablaðinu hafa hlotið mikið lof og ljóst er að hún er vandaður penni sem er rétt að byrja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs