fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Uppgötvaði að faðir hennar væri alræmdur morðingi eftirlýstur af FBI

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. mars 2021 12:35

Kathy og líffræðilegur faðir hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathy Gillcrist var ættleidd sem barn í North Carolina í Bandaríkjunum. Þegar hún varð eldri langaði hana til að finna líffræðilega foreldra sína. Árið 2017 tók hún DNA-próf og fann þannig frænku sína, Susan Gillmor, sem er ættfræðingur. Susan bauðst til að hjálpa Kathy að finna líffræðilega foreldra sína og fann fyrst móður hennar, sem var því miður látin.

En það tók nokkur ár fyrir Susan að finna líffræðilegan föður Kathy. Og þegar hún fann hann uppgötvaði hún ljótt leyndarmál í leiðinni.

„Susan sagði: Ókei, ég er búin að finna föður þinn. Eina sem ég ætla að segja þér er nafnið hans,“ sagði Kathy í samtali við sjónvarpstöðina WECT.

„Ég spurði hvort þetta væri einhver frægur. Hún sagði: Uu já.“

Líffræðilegur faðir Kathy er William Bradford Bishop Jr. Hann er á lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn og hefur verið á þeim lista síðan árið 1976. Hann er sakaður um að hafa barið eiginkonu sína og syni þeirra þrjá til dauða. Drengirnir voru fimm ára, tíu ára og fjórtán ára.

Bishop er einnig sagður hafa myrt 68 ára gamla móður sína og grafið öll fimm líkin í grunnri gröf áður en hann kveikti í þeim. Bifreið hans fannst seinna nálægt þjóðgarði og er hann talinn hafa flutt til útlanda.

Svona er Bishop talinn líta út í dag.

Hló bara

Kathy lýsir viðbrögðum sínum þegar hún komst að því hver faðir hennar væri og hvað hann hafði gert. „Ég hló bara. Fjölskylda mín, sem ég var ættleidd inn í, er með frábæran húmor og ég hugsaði: „Að sjálfsögðu er faðir minn morðingi!““

Bishop feðraði Kathy þegar hann var í sambandi með móður hennar, fyrir hjónaband sitt og meinta glæpi.

Móðir Kathy átti þrjár aðrar dætur sem hún gaf til ættleiðingar. Það er ekki vitað hvort þær viti sannleikann um líffræðilegan föður sinn.

Alríkislögreglan FBI leitar enn að Bishop og er hann talinn vera „vopnaður og mjög hættulegur með sjálfsvígshugsanir.“

Bishop er 84 ára í dag og telur Kathy það mjög líklegt að hann sé enn lifandi. „Innsæi mitt segir að hann sé lifandi og sé í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastinn kom henni á óvart með DNA-prófi – Hefði betur mátt sleppa því

Kærastinn kom henni á óvart með DNA-prófi – Hefði betur mátt sleppa því
Fókus
Í gær

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“