fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Hundrað bollar upp á hálfa milljón í jarðskjálftahættu

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu misseri hafa svokallaðir múmínbollar verið mjög vinsælir hérlendis. Um er að ræða bolla með myndum af múmínálfunum sem birtast í verkum rithöfundarins Tove Jansson. Mynd sem sýnir aragrúa af slíkum bollum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Myndin var á birt á sérstökum Facebook-hóp fyrir aðdáendur bollana.

Á myndinni má sjá 102 bolla sem raðað hefur verið upp á hvorn annan. Samkvæmt útreikningum netverja kosta þessir bollar samanlagt líklega tæplega hálfa milljón.

Það sem vekur þó mesta athygli, er að myndin var birt í fyrradag, en það var einmitt dagurinn þar sem jarðskjálftahrina reið yfir landið. Margir gátu því ímyndað sér risastórt tjón, hefðu bollarnir endað illa í jarðskjálftunum.

Einn netverji sem deildi myndinni við miklar undirtektir sagði:„Einhver í múmíngrúppunni ákvað að í dag af öllum dögum, væri dagurinn til þess að raða safninu sínu upp fyrir myndatöku.“

í samtali við DV sagðist eigandi bollana hafa safnað þeim saman af miklum móð síðustu ár. Hann létti þrýstingnum af samfélagsmiðlum þegar hann greindi frá því að hann hefði náð að koma bollunum í öruggt skjól áður en jarðskjálftarnir riðu yfir. Bollana hefur hann alla notað nema nýjustu tvo sem vígðir verða í dag.

Eigandi bollanna skellir í gott grín korter í jarðskjálfta.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“