fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Jóhanna Guðrún komin með kærasta

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. nóvember 2021 10:32

Jóhanna Guðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er komin með kærasta. Fréttablaðið greinir frá.

Sá lukkulegi er Ólafur Friðrik Ólafsson en hann var einnig kærasti Jóhönnu á árunum 2008 til 2010.

Nýja parið. Mynd/Skjáskot

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár. Hún er ein af stærstu söngdívum landsins og skilaði Íslandi öðru sætinu í Eurovision-keppninni árið 2009.

Jóhanna Guðrún var gift tónlistarmanninum Davíð Sigurgeirssyni. Þau giftu sig árið 2018 og eiga saman tvö börn. Það var greint frá skilnaði þeirra í september.

Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.

Jóhanna gaf út plötuna Jól með Jóhönnu í nóvember á síðasta ári og naut hún töluverðra vinsælda. Á plötunni eru tíu lög. Fimm þeirra eru frumsamin og fimm eru tökulög. Tveir gestasöngvarar eru á plötunni en það eru þeir Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson.

Hægt er að hlusta á lagið á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum
Fókus
Í gær

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi

Þess vegna eiga karlmenn að pissa sitjandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum