fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Gunnar Karl varð fyrir hrottalegri hópnauðgun – „Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 09:26

Gunnar Karl. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Karl Ólafsson, sérfræðingur á kjarasviði hjá stéttarfélaginu Báran, er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Í þættinum segir Gunnar frá hrottalegu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í Berlín og hvernig hann vann úr áfallinu. Auk þess ræða þau Gunnar og Edda um gerendameðvirkni, afneitun og þöggun sem þau segja hafa verið áberandi í umræðunni.

Við viljum vara við lýsingum á kynferðisofbeldi sem gætu verið triggerandi.

„Ég var í jólapartýi í Berlín í vinnunni. Við fórum á einhvern bar eftir jólahlaðborðið og þar var mér byrlað. Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna, inni í einhverri íbúð og þar eru fjórir karlmenn þar að skiptast á. Það heldur áfram í marga klukkutíma. Þeir settu fleiri lyf í vökvaformi upp í mig og héldu áfram,“ segir Gunnar.

„Ég átti að mæta í vinnuna klukkan fimm daginn eftir og gerði þeim það ljóst að ég þurfti að mæta og þá leyfðu þeir mér að fara. Ég fór bara í vinnuna og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér og burðaðist með þetta í tvær vikur án þess að ég segði neinum.“

Gunnar Karl brotnaði niður tveimur vikum seinna þegar hann hitti vin sinn í kaffi. „Allt í einu kom þetta yfir mig og þá hringdi hann í fyrrverandi kærastann og fyrrverandi kærastinn hringdi í mömmu. Hann fór beint með mig að láta tjékka á kynsjúkdómum og öllu því. Það var svona ferli hjá mér,“ segir hann.

„Þolendur gera sér ekki endilega grein fyrir því hvað gerðist fyrir þá strax. Eins og að fá aðstoð frá áfallateyminu hjá neyðarmóttöku. Þú ferð strax í það ef þú ferð upp á neyðarmóttöku en ef þú ert með gömul mál, ef ég fer núna með málið mitt út af áfallastreituröskun þá er eins og hálfs árs biðtími í að komast í vinnu með teyminu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Bataferlið byrjaði hjá Bjarkarhlíð

Gunnar flutti heim til Íslands eftir ofbeldið. „Ég eiginlega krassaði bara og kom heim og gerði ekkert í sex mánuði nema að liggja uppi í rúmi. Síðan leitaði ég fyrst í svona úrræði hjá Samtökunum 78 sem bjóða upp á sálfræðitíma og það eru sjálfboðaliðar, sálfræðingar, sem sinna því. Þar átti ég góðan einn tíma og var bent þaðan á Bjarkarhlíð, og þar í raun og veru byrjaði mitt bataferli af alvöru og það var hún Ragna forstöðukona þar sem algjörlega hélt utan um mig.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Hann er einnig aðgengilegur á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“