fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Netverjar uggandi og óttast baktal á huldum afkima Twitter – „Hvað í fokkanum er leynitwitter? Eruð þið ellefu ára?“

Fókus
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar á Twitter eru nú margir uggandi yfir meintu leynisamfélagi á miðlinum sem hefur hlotið nafnið „leynitwitter“. Reyndar er umræðan ekki ný af nálinni og hefur reglulega skotið upp kollinum undanfarin misseri en þó sjaldan með jafn áberandi hætti og nú.

Á Twitter er hægt að búa til einkaaðgang. Í slíkum felst að aðeins þeir sem þú hefur samþykkt sem fylgjendur geta séð það sem þú tístir. Þetta ætti svo sem ekki að trufla einn né neinn ef ekki væri fyrir það að ef þú ert með opinn aðgang og einhver vitnar í tíst frá þér með svokölluðu „tilvitnuðu endurtísti“  þá getur þú aðeins séð að vitnað hafi verið í tíst þitt en ekki hver viðkomandi er eða hvað hann sagði.

Þetta hefur gert það að verkum að margir óttast að vitnað sé til tísta þeirra í því skyni að baktala – sem fæstum þykir skemmtilegt.

Það er svo í gegnum þessi „tilvitnuðu endurtíst“ sem tilvist „leynitwitter“ varð íslensku tísturum kunn og þrátt fyrir að forvitnin sé sögð hafa drepið kött hér forðum mun forvitnin um hvaða umræður eiga sér stað á þessum hulda afkima vera að naga netverja.

Persónulegar færslur til náinna

Margir hafa þó bent á að „leynitwitter“ samfélagið sé aðeins til í huga þeirra sem það óttast. Flestir sem eiga lokaða aðganga til hliðar við sína opnu nýti þá fyrrnefndu til að deila tilfinningum og persónulegum færslum sem ekki eigi erindi við almenning, eða sem fólk kærir sig ekki um að tíst þeirra rati á vefsíður fjölmiðla í fréttir eða samantektir á umræðu. Eins og er til dæmis að gerast einmitt núna – í þessari grein!

Baktal og leiðindi

Aðrir eru þó ekki á sama máli og hafa gefið til kynna að þeir hafi fengið að sjá hvað fer fram á leynitwitter og það sé ekki fallegt.

Lágmarks kurteisi

Hvort sem leynitwitter er nýtt í persónulega tjáningu eða í baktal telja margir rétt að leyninotendur sýni öðrum þá kurteisi að vitna ekki í tíst þeirra með því að merkja við quote retweet möguleikann undir færslum á Twitter – þ.e. tilvitnuð endurtíst. Frekar ætti þá að taka skjáskot af færslunni og deila því. Þá fengi tíst-höfundur enga meldingu um að tísti hans hafi verið deilt með einhverjum texta sem höfundur getur ekki lesið sjálfur.

Skiptir það máli?

Svo hefur spurningin verið borin upp hvort það skipti einhverju máli þó að einhver hulduaðili á netinu sé að tala um mann. Líklega sé sjaldnast um baktal að ræða og líklega sé forvitnin bara að ganga frá fólki líkt hún gerði við köttinn hér forðum.

Stutt í grínið

Svo eru náttúrulega þeir sem, líkt og gjarnan er gert á Twitter, nýta umræðuna til að henda í smá grín. Fyrir þá sem vilja hella sér í þessar umræður og geta slegið um sig þar þá er andstæðan við leynitwitter svokallað main – eða meginaðgangur og blaðamaður vissi það sko alveg án þess að þurfa að nota google.

Ekki bara á Íslandi

Eins og áður segir er þessi umræða ekki bundin við Ísland og hafa margir bent á þann meinta ósið að quote retweeta frá lokuðum aðgang. Jafnvel eru dæmi um það að listamenn biðli sérstaklega til fylgjenda að endurtísta ekki efni sínu með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni