fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Bradley Cooper rýfur loksins þögnina um orðróminn um hann og Lady Gaga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. nóvember 2021 12:30

Lady Gaga og Bradley Cooper,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt var jafn mikið á milli tannanna á fólki í byrjun árs 2019 en meint ástarsamband Bradley Cooper og Lady Gaga. Þau áttu stórleik saman í kvikmyndinni A Star is Born og leikur þeirra í myndinni var svo sannfærandi að fólk var handvisst um að þau væru í raun og veru ástfangin. Orðrómurinn varð enn háværari eftir að þau sungu saman lagið „Shallow“  á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 2019. Frammistaðan var tilfinningaþrungin og gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Flutningur Lady Gaga og Bradley Cooper á Óskarnum vekur athygli

Lady Gaga þvertók fyrir sögusagnirnar í viðtali hjá Jimmy Kimmel á sínum tíma.

Sjá einnig: Lady Gaga ranghvolfdi augunum þegar hún var spurð út í Bradley Cooper

Bradley Cooper tjáði sig hins vegar aldrei um orðróminn fyrr en nú í samtali við Hollywood Reporter.

Hann sagði að þau væru „klárlega að leika“ þegar þau sungu „Shallow“ á Óskarnum. Það er einföld ástæða fyrir því að frammistaðan var svona tilfiningaþrungin. Leikarinn var búinn að sjá fyrir sér að flutningur þeirra yrði eins og atriði úr myndinni til að draga úr hræðslu hans við að syngja fyrir framan áhorfendur.

„Bara frá persónulegu sjónarhorni þá dregur það úr kvíða,“ segir hann og bætir við. „[Karakterarnir í myndinni] verða eiginlega ástfangin í þessu atriði í myndinni. Það er þetta eldfima augnablik sem þau upplifa á sviði fyrir framan þúsundir einstaklinga. Það hefði verið svo skrýtið ef við hefðum bæði setið á stól og snúið að áhorfendum.“

Sjá einnig: Bradley Cooper gaf Lady Gaga fallegt ráð áður en þau stigu á svið á Óskarnum

Sjáðu flutning þeirra á Óskarnum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“