fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Yfir 360.000 þúsund raddsýni söfnuðust í Reddum málinu!

Fókus
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 10:12

Forsetahjón ásamt aðstandendum og vinningshöfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltækni  lausnir.

Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania sigruðu í flokki stórra fyrirtækja. Í heildina voru það starfsmenn Elko sem lásu flestar setningar eða alls 47.896, Menntaskólinn á Tröllaskaga las 42.470 setningar og starfsmenn Kerecis hf. lásu 33.657 setningar. Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa, en þá voru lesnar upp 115.000 setningar.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú afhentu sigurvegurum keppninnar viðurkenningar í móttöku á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu. Forseti Íslands og forsetafrú eru verndarar Almannaróms.

Notkun og þróun máltæknilausna er á fleygiferð og notkun raddstýringa sífellt algengari. Í náinni framtíð tölum við ekki aðeins við tækin okkar heldur munu þau geta talað fyrir okkar hönd, hringt símtöl og sent fyrir okkur skilaboð. Allar þessar framfarir þjóta áfram án okkar og mögulega íslenskunnar ef ekkert er að gert.

Söfnun raddsýna, þróun á gagnagrunni með íslensku sem nota má til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku og fleira er eitt mikilvægasta samstarfsverkefni þjóðarinnar. Saman getum við tryggt framtíð íslenskunnar og að tungumálið okkar verði hluti af stafrænni framtíð.

Alls söfnuðust 366.241 raddsýni í Reddum málinu en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks. Alls tóku 2700 manns þátt en 69% raddsýnanna voru lesin af konum. Keppt var í þremur flokkum eftir stærð vinnustaða.

Aðstandendur Reddum málinu þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir sitt framlag. Áfram má taka upp raddsýni og leggja verkefninu lið á samromur.is og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að leggja verkefninu lið ásamt þeim sem tala íslensku ekki sem sitt móðurmál.

Reddum málinu er samstarfsverkefni Almannaróms – Miðstöðvar máltækni, Háskólans í Reykjavík og Símans. Átakið byggir á Samrómi, lausn sem safnar raddsýnunum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans