fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Kristín Péturs gengin út – Sá heppni á farsælan feril í veitingageiranum

Fókus
Föstudaginn 12. nóvember 2021 22:27

Kristín Péturs. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og leikkonan Kristín Pétursdóttir er gengin út og heitir sá heppni Haukur Már Hauksson, yfirkokkur og einn eigenda Yuzu-hamborgarstaðanna.

Haukur Már og viðskiptfélagar hans Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson, eigendur fataverslunarinnar Húrra, opnuðu fyrsta Yuzu-staðinn í lok árs 2019 á Hverfisgötu en síðan hefur bæst við annar staður í BORG29-mathöllinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Haukur Már (@haukurchef)

Haukur Már á flottan feril að baki í veitingageiranum. Hann var yfirkokkur á Grillmarkaðinum og starfaði á Zuma, einum flottasta veitingastað heims í London. Ástríða hans liggur í asískri matargerð og gætir þeirra áhrifa bæði í nafni og áherslum Yuzu-staðanna.

Yuzu heitir til dæmis eft­ir samnefndum gulum  ávext­i, sem lít­ur út eins og krumpuð sítr­óna og er fyr­ir­ferðar­mik­ill í jap­anskri mat­ar­gerð og er hann finna í mörg­um rétt­um á mat­seðli staðar­ins, sós­um og fleira.

Kristín og Haukur Már hafa verið að hittast í talsverðan tíma en haldið sambandi sínu fjarri samfélagsmiðlum. Breyting varð á því í kvöld þegar þau birtu myndir af sér í faðmlögum og fáguðum atlotum. Þau eiga bæði börn frá fyrri samböndum.

Haukur og Kristín voru innilega á Instagram í kvöld
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert