fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Britney úthúðar móður sinni – „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir“

Fókus
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 10:39

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears öðlaðist nýlega frelsi á ný eftir að faðir hennar steig til hliðar sem lögráðarmaður hennar, en söngkonan hafði verið sjálfræðissvipt í 13 ár og mátti ekki ráða neinu um líf sitt sjálf. Síðan hún öðlaðist frelsið hefur hún verið öflug á samfélagsmiðlum þar sem hún fagnar frelsinu og deilir lífi sínu með fylgjendum.

Nú hefur þó vakið athygli að hún birti nýlega færslu þar sem hún greindi frá því að móðir hennar hafi líka átt sök í sjálfræðissviptingunni.

„Um leið og ég BROSI og ég átta mig á að ég hef ekki gert það í mjög langan tíma!!! Verður móðir mín svo ÁHYGGJUFULL og segir: „Þú ert að haga þér furðulega…. hvað er að þér?“ Og ég segi: „ ég heiti Britney Spears það er gaman að kynnast þér loksins.

Áður en lengra er haldið, verð ég að biðjast afsökunar fyrir fram. Það eru liðin 13 ár og ég svolítið ryðguð. Þetta var fjölskyldufyrirtæki áður en er það ekki lengur. Ég FÆDDIST í dag því ég get BROSAÐ… svo takk fyrir að fara út úr lífi mínu og leyfa mér loksins að lifa því.“ 

Britney bætti við að hún gerir sér grein fyrir að hún hljómi „andstyggileg“ en staðan sé sú að móðir hennar sé ekki saklaus hvað varðar rúmlega áratuginn sem Britney var sjálfræðissvipt.

Pssss pabbi minn kom því kannski á að ég var sjálfræðissvipt fyrir 13 árum… en það sem fólk veit ekki er að það var mamma mín sem gaf honum hugmyndina. Ég mun aldrei fá þessi ár til baka. Hún eyðilagði líf mitt úr launsátri.“ 

Britney sagðist ekki trúa yfirlýsingum móður sinnar um að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað væri í gangi og sagði móður sinni að hoppa upp í rassgatið á sér og til að leggja áherslu á það birti hún tjákn þar sem miðjufingrinum er haldið á lofti.

Hún beinir næst orðum sínum til móður sinnar.

„Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir… pabbi minn er ekki nógu klár til að hafa látið sér detta lögráðamannafyrirkomulagið í hug, en í kvöld ætla ég að brosa vitandi að ég á nú nýtt líf framundan.“ 

Færslunni var fljótlega eytt út af Instagram en ekki áður en fjölmargir náðu að taa af henni skjáskot sem eru nú í dreifingu á netinu og fjallað um í fjölmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?