fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Hafnfirðingurinn Alice berst við brjóstakrabbamein: „Ég er ekki svo barnaleg að ég skynji ekki alvarleika veikindanna“

Fókus
Laugardaginn 9. október 2021 15:30

Alice Olivia Clarke Mynd / Hallur Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Olivia Clarke flutti til Íslands frá Kanada fyrir tæpum þrjátíu árum ásamt manni sínum, arkitektinum Kára Eiríkssyni, og hefur tekið ástfóstri við Hafnarfjörð.

Þar rekur hún verslunina Tíru sem að selur fylgihluti, að stærstum hluta úr lopa og endurskinsþráðum, sem hún hóf að hanna árið 2008 því henni fannst alltof fáir huga að því að bera endurskinsmerki í skammdeginu.

Í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar opnar Alice sig um áskoranirnar í lífi sínu, meðal annars baráttuna við brjóstakrabbamein, kynleiðréttingarferli sonar síns og hvernig það var að fyrir hana að komast inn í íslenskt samfélag.

Erfitt að missa hárið

Alice uppgötvaði sjálf krabbameinið sem hún berst nú við. Hún hafi alltaf leitað sjálf af og til og dag einn þegar hún var að dansa heima hjá sér fann hún eitthvað óvenjulegt undir fingurgómunum.  Í kjölfarið hóf hún meðferð við krabbameininu en að sama skapi veitti reynslan henni innblástur að nýjum fylgihlutum til að auka vitneskju um brjóstakrabba og minna á brjóstasjálfsskoðun.

Henni þótti erfitt að missa hárið en synir hennar, Sigtýr og Styrmir, tóku sig til og klipptu móður sína þegar hárið byrjaði fyrsta að losna og þegar það tók að falla af í flyksum rakaði Sigtýr höfuð móður sinnar.

„Ég er fyllilega sáttur við að gera þetta ef þú ert það,“ sagði hán við mömmu sína. Svo hélt hán í hönd hennar meðan að lokkarnir hrundu á gólfið. „Það var erfitt að missa hárið,“ segir Alice. „Það er stór hluti af manni. Fólk horfir á mig og heldur að ég hafi rakað höfuðið til að vera töff eða, „to make a statement“ en svo er alls ekki. Ég er veik þótt veikindin hafi ekki sett mark á mig þannig að sjáist, engu að síður taka þau sinn toll. En ég vel mína slagi vandlega. Ég leyfi baráttunni við meinið að geisa í líkama mínum. Ég er ekki svo barnalega að ég skynji ekki alvarleika veikindanna en sú viðureign að upplýsa fólk og opna augu þess fyrir mikilvægi þess að að þreifa brjóstin og leita að krabbameini er sú sem ég kýsa að gera að minni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur