fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Tíminn staðið í stað í Sigvaldahöll í Skerjafirði – Koníakstofa og húsbóndaherbergi með Bessastaði í glugganum

Fókus
Miðvikudaginn 27. október 2021 21:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalan Íbúðaeignir auglýsti á dögunum til sölu einbýlishús við Skildinganes 23. Arkitekt hússins er Sigvaldi Thordarson og situr húsið á einum eftirsóknarverðasta stað höfuðborgarsvæðisins.

Húsið sjálft um 300 fermetrar auk um 30 fermetra bílskúrs. Eignin er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni eru forstofa, gestasalerni, eldhús, borðstofa og stofa ásamt svokölluðu húsbóndaherbergi. Þar fyrir neðan eru tvö baðherbergi til viðbótar auk fimm svefnherbergja, fataherbergis, þvottahúss og hitakompu.

Húsið er byggt 1960 og blasir 60’s stíllinn við hvert sem á er litið, ef marka má myndirnar. Þá er ljóst að lítið hefur verið gert við húsið, og er því um kjörið tækifæri fyrir laghenta að ræða þar sem kominn er tími á viðhaldsverkefni í hverju horni. Þó hefur verið skipt um þak, samkvæmt lýsingu fasteignasala.

Sjá má frekari upplýsingar í auglýsingu Íbúðaeigna, en þaðan eru myndirnar hér að neðan fengnar að láni. Fleiri myndir má sjá á fasteignavefnum.

 

mynd/fasteignaljósmyndun
mynd/fasteignaljósmyndun
mynd/fasteignaljósmyndun
mynd/fasteignaljósmyndun
mynd/fasteignaljósmyndun
mynd/fasteignaljósmyndun
mynd/fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!