fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Fundu falið herbergi í eldhússkápnum – „Fullkominn staður til að fela líkin“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 27. október 2021 20:30

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par í Bretlandi flutti nýverið í nýja íbúð sem þau eru að leigja. Þegar þau skoðuðu skápana í eldhúsinu sínu nánar tóku þau eftir einhverju sérkennilegu. Þegar betur var að gáð sáu þau að bakvið einn skápinn var falið herbergi. 

Herbergið sem um ræðir er nokkuð rúmgott og bjart, ef miðað er við ímyndanir blaðamanns um hvernig leyniherbergi líta venjulega út, en til að mynda er gluggi í því.

Það er þó engin leið til að komast inn í herbergið nema í gegnum eldhússkápinn. Þá er ekkert gólfefni í herberginu en þó eru einhverjir vírar og pípur í því.

Konan sem leigir húsið með kærasta sínum deildi myndum af herberginu í Facebook-hópinn „Things Found In Walls – And Other Hidden Findings“ en þar má finna dæmi um fleiri falin herbergi sem fólk finnur.

„Ég var að byrja að leigja íbúð með kærastanum mínum og við fundum falið herbergi inn í eldhússkápnum okkar. Ég ætla pottþétt að skilja eitthvað skrýtið eftir í því fyrir næstu leigjendur þegar við flytjum út,“ skrifar hún með myndunum.

Skjáskot/Facebook

Felustaður, líkgeymsla eða sóun

Falda herbergið vakti mikla lukku innan hópsins og vantaði ekki hugmyndir fyrir mögulegt notagildi herbergsins. „Ég myndi gera þetta að felustað og borða sælgæti sem er í uppáhaldi hjá börnunum mínum svo ég þurfi ekki að deila því með þeim,“ skrifar til dæmis ein móðir við færsluna.

Fleiri taka í svipaðan streng. „Ég myndi algjörlega gera þetta að þæginlegum litlum felustað. Er eiginmaðurinn að fara í taugarnar á þér? Hlauptu á felustaðinn,“ segir til að mynda önnur móðir.

Þá giskuðu aðrir á hvað fyrri íbúar hefðu mögulega notað herbergið í. Einn notandi velti því fyrir sér hvort þetta hafi verið felustaður raðmorðingja. „Fullkominn staður til að fela líkin,“ segir hann.

Öðrum blöskraði svo yfir sóuninni á svona björtu og fínu herbergi og bölvuðu þeim sem hönnuðu íbúðina.

Skjáskot/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Í gær

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París

O (Hringur) hlaut dómnefndarverðlaunin í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu