fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Instagram-fyrirsæta höfð að háði og spotti fyrir „photoshop“ mistök – „Ég var þarna í alvöru“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. október 2021 13:27

Jess Hunt. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Jess Hunt er nú höfð að háði og spotti fyrir það sem netverjar kalla „stórkostleg photoshop mistök.“

Jess er með rúmlega eina og hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Hún deildi myndum af sér fyrir framan Eiffel-turninn í París og skrifaði með myndunum: „Ein af mínum uppáhalds borgum.“

Hún deildi nokkrum myndum af sér í svörtum kjól og hælum og einu myndbandi þar sem hún virðist ganga á götu Parísar fyrir framan Eiffel-turninn fræga.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jess Hunt (@jesshunt2)

Hins vegar hafa glöggir netverjar tekið eftir því að það er eitthvað furðulegt við myndirnar. Hún virðist ekki vera fyrir framan Eiffel-turninn heldur grænt tjald (e. green screen).

Fjöldi fólks hefur skrifað athugasemdir við færsluna þar sem það sakar hana um photoshop. Margir fjölmiðlar víðs vegar um heiminn hafa einnig fjallað um málið.

Skjáskot/Instagram

Það virðist sem svo að málið hafi undið upp á sig og endaði Jess loksins um að tjá sig um það í samtali við Daily Mail Australia. Jess heldur því staðfastlega fram að myndirnar séu ekta.

„Þessar myndir voru ekki photoshoppaðar. Ég var þarna í alvöru. Ég er meira að segja með myndband af mér fyrir framan Eiffel-turninn,“ sagði hún.

Það kaupa ekki allir það sem hún er að selja og benda margir á að það vanti alla skugga á myndirnar. „Það kemur enginn skuggi frá henni. Það er eins og hún sé að fljóta,“ segir einn netverji.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“