fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Matur og heimili: Bragðlaukar kitlaðir í gamalli stálsmiðju og matarmenning frá Ísrael

Fókus
Þriðjudaginn 19. október 2021 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur og heimili, í umsjón Sjafnar Þórðar, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Að þessu sinni heimsækir Sjöfn æskuvinina Elías og Karl sem hafa opnað glæsilegan veitingastað í húsnæði gamallar stálsmiðju við Granda, Héðinn Kitchen & Bar.

Staðurinn var opnaður í sumar með pomp og prakt og hefur notið mikill vinsælda síðan. Sjöfn heimsækir stofnendur og eigendur staðarins, æskuvinina, Elías Guðmundsson og Karl Viggó Vigfússon sem báðir eru alvanir veitingamenn og fær að heyra forsöguna um tilurð staðarins, hönnunina og sérstöðu matargerðarinnar.

„Áherslurnar í matargerðinni eru árstíðarbundnar og markmiðið er að vera með spennandi seðil. Við erum að tala árstíðarbundinn matseðil, spennandi en samt sem áður afslappaðan „less is more“, segja þeir félagar Elías og Viggó og eru stoltir að vera með öflugt fagfólk með í för á öllum sviðum veitingahússins.

 

 

 

 

Ástríðukokkurinn Omry

Omry Ahraham rekur Kryddhúsið ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Einarsdóttur. Omry er mikill ástríðukokkur og þekkir kryddheiminn vel. Omry er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks og er alinn upp við ríka kryddhefð í matarmenningu Miðausturlanda.

„Matarkúlturinn í Ísrael er mjög blandaður og kemur frá mörgum löndum, til að mynda Evrópu, Norður Afríku og Arabalöndunum. Mér finnst matarkúlturinn í Ísrael mjög góður,“segir Omry og er iðinn við að halda matarvenjum og hefðum frá heimkynnunum hér á Íslandi.

Sem fyrr segir er Matur og heimili á dagskrá Hringbrautar kl. 19 og 21 í kvöld. Innslag úr þættinum með sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann