fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Guðmundur Ingi rifjar upp fjölmiðlaferilinn – „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. október 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vita líklega ekki margir að Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, var einu sinni fréttarritari hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Guðmundur deildi í dag á Facebook þessari ljómandi skemmtilegu mynd sem fylgir fréttinni, en hann birtir hana í tilefni 35 ára afmælis Stöðvar 2:

„Í tilefni 35 ára afmæli Stöðvar 2 þá eru sennilega ekki margir sem vita að fyrir meira en 25 árum þá var ég í fréttabransanum einmitt hjá Stöð 2. Talandi um að hafa komið víða við. Þessa mynd fékk ég senda í dag frá góðum vini sem fann þetta í kassa eftir allan þennan tíma — er með fortíðarþrá.“

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Stressandi tími

Í samtali við DV segir Guðmundur Ingi að þetta hafi verið skemmtilegur tími en stressandi: „Ég var með einhverja lögregluskannera og píptæki frá slökkviliðinu. Ég þurfti að hafa kveikt á þessu allan sólarhringinn og maður vaknaði ef eitthvað var um að vera og rauk út. Þá fór tæki slökkviliðisins oft í gang á nóttunni vegna smá atvika og oft dregið til baka en ég þurfti alltaf að rjúka út. Það má segja að maður hafi lítið sofið á þeim tíma.“

Aðspurður segir Guðmundur Ingi að hans hlutverk hafi ekki verið að skrifa eða flytja fréttir heldur afla upplýsinga. „Nei, ég var ekkert í því. Ég vann bara náið með útsendingarstjóra sem kallaði svo til fréttamenn eftir þörfum. Ef ég man rétt var Elín Hirst fréttastjóri og Hermann Hermannsson sjónvarpsstjóri.“

Þannig að þitt hlutverk var að afla upplýsinga? „Upplýsingar og taka myndir einnig fyrir fréttirnar. Vera á staðnum ef fréttamenn þurftu upplýsingar. Þannig að ég var með upptökugræjur alltaf með mér.“

Guðmundur Ingi segir ennfremur: „Þetta var ekki starf sem venjulegur maður getur unnið við lengi. Þó veit ég um nokkra sem voru mjög lengi í þessu á öðrum miðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug
Fókus
Fyrir 6 dögum

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk