fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fókus

Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix farinn að geta hreyft fingurna – 15 mánuðum á undan áætlun – Sjáðu myndbandið

Fókus
Miðvikudaginn 13. október 2021 09:45

Guðmundur Felix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftaverkamaðurinn Guð­mundur Felix Grétars­son, sem gekkst undir á­græðslu á báðum hand­leggjum janúar síðast­liðnum, birti mynd­band á Face­book-síðu sinni í morgun þar sem hann gerir grein fyrir stöðu mála.

Nú eru liðnir níu mánuðir síðan Guð­mundur Felix lagðist undir hnífinn í frönsku borginni Lyon og hefur bata­ferlið gengið vonum framar. Greinir Guðmundur Felix frá þeim ánægjulegu tíðindum að framfararnir hafi verið hraðari en læknar þorðu að vona.

„Fyrir þau ykkar sem sáuð mynd­bandið mitt í maí þá gat ég hreyft tví­höfðann lítil­lega. En núna get ég gert dá­lítið meira en það. Hann virkar nokkuð vel og styrkurinn í öxlunum, tví­höfðanum og þrí­höfðanum eykst dag frá degi,“ segir Guðmundur Felix. Þá greinir hann frá því að hann finni fyrir kulda og snertingu ef þrýst er á á hægri hand­legginn.

Þróunin er þó aðeins hægari vinstra megin en Guðmundur Felix segir að við því hafi mátt búast.

„Taugarnar vinstra megin eru að vaxa og ég er kominn með taugar fram í höndina. Ég get hreyft öxlina lítil­lega en hún er fjári þung,“ segir hann og tekur fram að axlar­vöðvarnir séu frá gjafanum.

Þrátt fyrir það eru framfararnir hraðari en læknar þorðu að vona. Í dag er Guð­mundur Felix farinn að geta hreyft fingur hægri handar lítil­lega en það er eitt­hvað sem læknar töldu að myndi ekki gerast fyrr en tveimur árum eftir að­gerðina. Guð­mundur sýnir svo á­horf­endum smá tilraun  og tekur upp klementínu­bát, stingur upp í sig og er ansi hróðugur yfir afrekinu.

Sjáðu myndbandið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis