fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Tveggja tíma reglan sem allir karlmenn þurfa að fylgja – „Annars sjá þeir mig ekki aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 2. október 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ghosting“ er hugtak sem við erum farin að heyra sífellt oftar. Þetta er því miður ansi algengt fyrir einhleypt fólk að upplifa þegar það opnar sig fyrir tækifærum ástarinnar. En ekki örvænta, ein kona er með ágætis lausn.

Það er kallað „ghosting“ þegar manneskja sem þú ert að hitta eða tala við, eða jafnvel ert í sambandi með, hættir að svara skilaboðum og símtölum upp úr þurru og gefur enga útskýringu fyrir því.

Kristen Beatty hefur verið „ghostuð“ svo oft að hún neitar að gera sig tilbúna fyrir stefnumót ef karlmaðurinn hefur ekki sent henni skilaboð tveimur tímum fyrir stefnumótið.

Kristen greindi frá þessu í myndbandi á TikTok. „Þetta er nýtt fyrir mig. Klukkan er sjö um kvöld og ég er að fara á stefnumót klukkan níu. Eins og sést er ég alls ekki tilbúin. Ekki búin að farða mig né gera á mér hárið. Ég er í náttfötunum,“ segir hún.

„Yfirleitt væri ég byrjuð að gera mig tilbúna eða byrjuð að hugsa um það, en það hefur gerst allt of oft að ég sé „ghostuð“ eða hann aflýsi á síðustu stundu, þegar ég er BÚIN að gera mig til og það er sjúklega pirrandi. Þannig ég er að prófa nýtt, ég neita að gera mig til fyrr en ég heyri í honum því mér finnst eins og ég ætti að heyra í gaurnum sem ég er að fara að hitta allavega tveimur tímum áður en við hittumst. Þannig svona mun ég líta út á meðan við bíðum.“

@kristenbeatty24New 2 hour rule ##single ##dating ##tinder ##hinge ##firstdate ##whydomen ##kelseaballerini♬ original sound – kristenbeatty24

Kristen fékk sér að borða um hálf átta og ekkert búin að heyra í manninum. Hún fékk sér ís um átta leytið og greindi frá því að maðurinn hefði haft samband og aflýst stefnumótinu.

Athæfi Kristen hefur slegið í gegn meðal kvenna á TikTok. Hún er greinilega ekki sú eina sem er komin með nóg af því að eyða tíma og orku í að gera sig til fyrir stefnumót sem endar með að verða ekki.

„Ef þú heyrir ekki í gaurnum nokkrum sinnum daginn sem þið ætlið að hittast, ekki gera þig til eða hugsa um að fara,“ segir ein kona.

„Ef hann virðir ekki tíma þinn núna þá mun hann aldrei gera það. Hann hefði átt að vita þetta í síðasta lagi fyrr um daginn,“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku