fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 15:45

Manuela Ósk Harðardóttir. Samsett mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakona og framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, svarar spurningum fylgjenda á Instagram um fegurðarkeppnina. Hún var spurð um skilyrðin sem keppnin setur um að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt.

„Þetta eru reglur sem [stjórn Miss Universe] setur. Rökin eru þau að sú sem vinnur stóru keppnina þarf að flytja beint til New York þar sem hún vinnur fyrir MUO [Miss Universe Organization] í heilt ár. Ferðast um heiminn og fer í raun ekkert heim til sín aftur fyrr en hún krýnir næstu [fegurðardrottningu ári seinna]. Þeir líta svo á að það sé erfitt fyrir móður að sinna því starfi og vera lengi frá barni/börnum,“ segir Manuela í svari til fylgjenda sem spurði af hverju mæður mega ekki keppa.

Sama gildir um giftar konur. Fyrir einu og hálfu ári svaraði Birta Abiba, Miss Universe Iceland 2019, þeirri spurningu á Instagram og sagði að „stjórn Miss Universe sér það ekki fyrir sér að manneskja sem á barn eða er gift myndi taka því starfi eða geta sinnt því nógu vel“ þar sem hún yrði ráðin í fullt starf í heilt ár, þyrfti að ferðast um allan heiminn og væri staðsett í New York.

Skráningar eru opnar og geta ógiftar og barnlausar konur á aldrinum 18-28 ára sent inn umsókn. Nánar um það á Instagram-síðu Miss Universe Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“