fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál

Fókus
Fimmtudaginn 16. september 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Júlíus Björnsson, kraftlyftinga- og hnefaleikamaður, mætir Devon Larratt í hringnum á laugardaginn í Dubai. Hann hefur nú lagt 5000 dollara, eða 652 þúsund kórónur, undir í veðmáli um hvorum þeirra takist að brjóta nefið á hinum í bardaganum.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem Hafþór sagði : „Hvað get ég sagt við þennan kauða? Mér líkar vel við hann, en ég ætla að berja hann í klessu.“

Hafþór sagði að hann væri í erfiðri stöðu. „Ég er í erfiðri stöðu hérna, hvað get ég gert? Ég brýt líklega á honum nefið. Sorry Devon en þetta er bara vinnan mín.“

Devon sem var líka á fundinum spurði Hafþór hvort hann væri tilbúinn að leggja pening undir.

„Heyrðu Þór, ef þú brýtur á mér nefið þá skal ég persónulega gefa þér 65 þúsund krónur af verðlaununum mínum. Ég held að ekki að þér takist það. Og ég held að brotið nef muni bara fara mér el, það myndi auka vinsældir mínar í heiminum. Ég myndi því líta betur út og fleiri myndu elska mig ef þú brýtur það, svo láttu bara vaða Þór, brjóttu á mér nefið, við skulum sjá hvernig það gengur.

En ef ég næ að brjóta á þér nefnið þá vil ég að þú borgir mér 650 þúsund krónur því þú klæðist flottari fötum en ég og þá get ég keypt mér svona jakkaföt og klæðst þeim næst þegar við gerum þetta.“ 

Nefbrots-veðmálið var svo innsiglað með handabandi og verður fróðlegt að sjá hvort þeim félögum takist ætlunarverk sitt á laugardaginn og hvort nef annars eða beggja verði krambrúlerað að bardaganum loknum.

Devon Larratt hefur sjálfur viðurkennt að hann sé „hryllilegur boxari“ og þó svo Hafþór Júlíus teljist enn nýgræðingur í sportinu þá hafi hann þó einhverja reynslu.

„Þór er greinilega með meiri reynslu en ég veit að í bardaga þá þarf bara eitt heppilegt högg, svo ég þarf að landa stjarnfræðilegu höggi á nefið hans,“ sagði Devon. „Svo vertu tilbúinn, högg beint í smettið.“

Heimild: The Mirror 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“