fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Myndband Brynhildar slær í gegn á TikTok með yfir 20 milljónir í áhorf – „Innhólfið mitt er að springa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 22:10

Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir er 21 árs og ein stærsta TikTok-stjarna landsins. Hún er með yfir 500 þúsund fylgjendur á miðlinum og hefur vinsælasta myndbandið hennar fengið yfir 20 milljónir í áhorf.

Við heyrðum í Brynhildi og forvitnuðumst um þessa framandi samfélag sem hún lifir og hrærist í.

„Ég hef verið á TikTok í rúm tvö ár núna. Fyrsta myndbandið mitt fékk tvær milljónir í áhorf og það var bara eitthvað myndband um hárið mitt. Svo eftir það tók ég þessu aldrei eitthvað alvarlega og deildi bara myndböndum þegar ég vildi,“ segir hún.

Aðspurð hvort það hefði verið eitthvað ákveðið myndband sem hefði aukið vinsældir hennar svarar Brynhildur játandi.

„Það voru þrjú myndbönd sem „blew up“ og hjálpuðu mér klárlega að raða inn fylgjendum. Tvö þeirra eru einhver dansmyndbönd og í því þriðja var ég að tala um hvernig fólk líkir mér við söngkonuna Ariönu Grande,“ segir hún.

@brynhildurgunnlaugssstop now 😀♬ original sound – DPFA RIANA

Brynhildur segir að dansmyndbönd séu vinsælust á TikTok. „Og hafa eiginlega alltaf verið það. Ég er samt ekkert endilega mikið í þeim þó mér finnist gaman að búa þau til. Ég vil helst bara halda þessu frekar opnu og gera það sem mér finnst skemmtilegt og hef áhuga á.“

Ótrúleg aukning fylgjenda

Eins og fyrr segir hefur eitt myndbanda Brynhildar fengið yfir 20 milljónir í áhorf. Hún viðurkennir að viðbrögðin hafa komið henni verulega á óvart. „Og enn að koma mér á óvart þar sem áhorfunum fjölgar bara,“ segir hún. En fyrst þegar blaðamaður hafði samband við Brynhildi hafði myndbandið fengið 18 milljónir í áhorf og aukist um tvær milljónir á aðeins tveimur dögum.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@brynhildurgunnlaugssmy trend now♬ Beethoven – Kenndog

„En mér finnst þetta bara geggjað fyrir mig sem „creator“ á miðlinum að hjálpa að koma mér af stað,“ segir hún.

Þegar myndband slær svona í gegn bætist verulega í fylgjendahóp Brynhildar. „Ég held ég hafi fengið um 300 þúsund fylgjendur eftir þessi tvö myndbönd og er svo núna komin yfir 500 þúsund fylgjendur. Ég fékk einnig svakalegan fjölda á Instagram í kjölfarið. Og innhólfið á báðum miðlunum er bara að springa,“ segir hún og bætir við að flestir fylgjendur hennar séu bandarískir.

Myndbandið hér að neðan hefur fengið yfir milljón í áhorf.

@brynhildurgunnlaugssReply to @naseempeacock caught♬ HIT YO 3STEP – RILEYJ

Fær ekki greitt fyrir áhorf

Í dag fá myndbönd Brynhildar að meðaltali 300 til 700 þúsund í áhorf. Hún fær þó ekki greitt fyrir myndböndin eða áhorfin. „TikTok er ekki að greiða „creators“ á Íslandi heldur fá bara notendur frá ákveðnum löndum, eins og Bandaríkjunum, greitt fyrir áhorf.“

Brynhildur er í vinnu og spilar einnig fótbolta með FH. „Það hefur svona alltaf verið mikilvægast en við sjáum hvaða tækifæri koma með samfélagsmiðlunum,“ segir hún og bætir við að það væri frábært að geta verið í fullu starfi við samfélagsmiðla.

„Og klárlega eitthvað sem hentar mér þar sem mér finnst ég alltaf hafa verið frekar hugmyndarík! Svo það væri gaman að vinna við að skapa eitthvað skemmtilegt sem fólk hefur áhuga á,“ segir hún.

Fylgstu með Brynhildi á TikTok og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni