fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þórunn Antonía átti að vera „í bikiní og sexí“ þegar hún var aðeins 15 ára gömul – „Það átti að gera mig að risapoppstjörnu“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 20:30

Þórunn Antonía

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía mætti í útvarpsþáttinn Geymt en ekki gleymt á Rás 2 í gær. Þar ræddi hún margt, meðal annars um það þegar hún var að byrja að gera tónlist. 

Þórunn fór á Stuðla og annað unglingaheimili þegar hún var unglingur. Hún segist hafa fyrir það verið til vandræða eftir áfall sem hún varð fyrir. „Þá voru tráma-vísindin ekki jafn virt og þau eru í dag. Þegar maður lenti í áföllum sem barn eða unglingur á þessum tíma var maður bara stimplaður vandræðaunglingur, eða að maður væri í neyslu en það var mjög fjarri því,“ segir Þórunn í þættinum.

Eftir dvölina á Stuðlum fór Þórunn til föður síns, tónlistarmannsins Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Magnús sá þá stílabækur dóttur sínar en þær voru fullar af lagasmíðum og textum eftir Þórunni. „Hann byrjar að glugga í þetta og tekur textabrot héðan og þaðan og spyr mig hvort ég vilji ekki fara að gera tónlist við þetta,“ segir Þórunn en faðir hennar kenndi henni í kjölfarið einfaldar undirstöður þegar kemur að því að semja tónlist. „Að það sé yfirleitt best að hafa hana einfalda og tala beint frá hjartanu í stað þess að flækja þetta með óeinlægni eða reyna að vera töff.“

„Það átti að gera mig að risapoppstjörnu“

Þegar Þórunn var 14 ára gömul skrifaði hún undir fyrsta plötusamninginn sinn. Þá var hún í hip hop-hljómsveit sem hætti síðan skömmu síðar en eftir það var hún í nokkrum öðrum hljómsveitum. Rúmlega ári síðar, eða þegar Þórunn var 15 eða 16 ára gömul, var henni boðið að verða risapoppstjarna. „Þá var búið að setja rosalega mikið af peningum í eitthvað nýsköpunarverkefni hjá Thule Music og ég var fundin þar. Það átti að gera mig að risapoppstjörnu,“ segir Þórunn.

Þórunn byrjaði á að semja og taka upp haug af lögum fyrir poppstjörnuferilinn. Þegar komið var að því að búa til ímynd fyrir hana sá hún að ekki var allt með felldu. „Ég átti að vera í bikiní og sexí að syngja tónlistina,“ segir Þórunn en hún var alls ekki til í það. „Ég hef alltaf verið með rosalega sterk bein í lífinu síðan ég var pínulítil og þarna sagði ég: Nei, kemur ekki til greina. Ég er unglingur, ég er barn.“

„Nei, ég er ekki sexí fyrir ykkur“

Þá ber hún þetta saman við mál Britney Spears en hún varð að risapoppstjörnu þegar hún var á unglingsaldri. „Mér finnst Britney Spears vera bara mansalsmál. Það er búið að exploita og notfæra sér barnæsku og kynþokka þessara stúlkna,“ segir hún.

Þórunn er ánægð með að hafa verið þrjósk á þessum tíma. „Ég fór í algjöra vörn, litaði á mér hárið svart og var bara: Nei, ég er ekki sexí fyrir ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni