fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Nýtt lag með Dr. Gunna og Eiríki Haukssyni

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 10:44

Dr. Gunni og Eiríkur Hauksson Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið „Engin mistök“ er komið út. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri LP-plötu Dr. Gunna, „Nei, ókei“ sem kemur út í haust. Gestasöngvari er Eiríkur Hauksson. Lagið segir frá manni sem er sífellt í leit að „besta kvöldi lífs síns“ og er staðráðinn í að gera „engin mistök“. Lagið er óður til þeirra óteljandi sem halda áfram að leita hinnar úfórísku alsælu hins fullkomna djamms.

Eiríkur var fenginn til að syngja lagið því enginn annar hefði getað það. Bakradda-tríó er leitt af Kristjönu Stefánsdóttur en auk hennar syngja þær Rakel Sigurðardóttir og Guðrún Ásta Tryggvadóttir. Árni Hjörvar sá um upptökur og hljóðblöndun.

„Nei, ókei“ verður 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunni síðan prjál-útgáfan „Í sjoppu“ kom út 2015, og fyrsta alvöru platan síðan „Stóri hvellur“ kom út 2003. Auk Gunnars Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert