fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Edda Falak leysir frá skjóðunni um mataræðið – Þetta borðar hún í morgunmat

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. júní 2021 14:00

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan, þjálfarinn og áhrifavaldurinn Edda Falak svaraði spurningum fylgjenda sinna á Instagram í gær. Spurningarnar snerust mikið um mataræði Eddu en er hún óneitanlega í hörkuformi. Til að mynda hefur komið fram að hún tekur  mest 135 kíló í hnébeygju.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

Edda segist borða í kringum tvö þúsund kaloríur á dag. Hún æfir sex sinnum í viku og sirka tvo tíma á dag. Hún var vön að vigta matinn sinn þegar hún var að keppa en gerir það ekki lengur.

„Ég sé ekki tilganginn í því þegar ég er hvorki að keppa né að reyna að létta/þyngja mig,“ segir hún í Story á Instagram. Edda segist ekki heldur fasta þar sem hún sér ekki tilgang í því.

„Ég hlusta bara á líkamann og passa að borða fjölbreytta og holla fæðu. Mér finnst mjög mikilvægt að vera ekki að stressa mig á kaloríum eða macros. Ég þekki líkamann minn vel og veit hvað ég þarf að borða svo mér líði vel. Ég er mikil rútínu manneskja og borða yfirleitt það sama í morgunmat, hádegismat og millimál.“

Hér deilir hún morgunmatnum sem hún fær sér oftast þessa dagana.

Grauturinn hennar Eddu. Mynd/Skjáskot/Instagram

Edda segist ekki forðast neinar matartegundir nema það sem henni þykir vont. „Sem er helst bernes sósa og remúlaði,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hún heldur hausnum í lagi í „mótvindi“ segir hún: „Ég á líklegast besta kærasta í heimi sem bara stendur alltaf með mér í öllu og er duglegur að minna mig á mikilvægu hlutina í lífinu. Hann minnir mig á þegar ég virðist gleyma því að ég er bara að gera mitt besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi