fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Fær að heyra það fyrir að gefa syni sínum brjóst – „Fólk segir að hann sé of gamall“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 2. maí 2021 12:48

Myndir/Mercury

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naomi Winfield, 26 ára móðir frá Birmingham á Bretlandi, hefur orðið fyrir aðkasti frá ókunnugum vegna þess að hún gefur syni sínum brjóst. Hún hefur verið kölluð ógeðsleg fyrir að gefa syni sínum, sem er þriggja ára gamall, brjóstamjólk. The Sun fjallaði um málið.

Naomi segir að þau mæðginin tengist með brjóstagjöfinni og að hún ætli að halda því áfram þar til hann byrjar í skólanum. Þrátt fyrir ljótar athugasemdir er Naomi viss um að hún sé að gera hið rétta.

„Ég hef fengi fleiri ljótar athugasemdir en góðar,“ segir hún. „Fólk hefur sagt börnunum sínum að horfa ekki og að þetta sé ógeðslegt. Fólk segir að hann sé of gamall og að hann muni gera þetta að eilífu. Þau segja að ég sé sjálfselsk og að ég geri þetta fyrir mig því ég get ekki horfst í augu við það að hann er að verða eldri.“

Naomi segir að hún hafi ekki valið að fara þessa leið. „Þetta gerðist bara. Ef hann er órólegur og þarf að slaka á þá róar þetta hann niður,“ segir hún. „Það hefur komið fyrir að hann hefur ekki borðað og brjóstagjöfin hefur þá komið í veg fyrir að hann þurfi að fara á spítalann vegna þess.“

Naomi gefur syni sínum brjóst um það bil fjórum sinnum á dag en sonur hennar borðar einnig fasta fæðu. Sonur hennar byrjar í skóla í haust og þá ætlar hún að hætta brjóstagjöfinni. Hún viðurkennir að hún muni sakna þess. „Við setjumst niður saman, hann fær sér mjólk, við knúsumst og ég syng fyrir hann. Þetta er sérstaka augnablikið okkar. Þegar við erum búin að vera aðskilin þá hjálpar þetta okkur að tengjast aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“