fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Grunaði kærastann um framhjáhald – Fékk það staðfest með klækibrögðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 11:29

Klók er hún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felicia Burzotta hafði það á tilfinningunni að kærasti hennar væri að halda framhjá. Hún fékk grun sinn staðfestan með klókri aðferð sem netverjar kalla „djöfullega snilld.“

Felicia greindi frá þessu í myndbandi á TikTok.

Kærasti Feliciu sagðist vera að fara út að borða með vinum sínum en hana grunaði að hann væri að segja ósatt.

„Ég hringdi á veitingastaðinn og þóttist vera að skipuleggja óvænta afmælisveislu fyrir hann og spurði veitingastýruna hvort hann væri mættur og hvort hann væri með vinum sínum eða systur sinni. Hún sagði systur sinni,“ segir Felicia.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hefur Felicia birt fleiri myndbönd þar sem hún útskýrir málið nánar.

@feliciaburzottaReply to @carvalhoemilyc and since then I’ve been single😂

♬ original sound – Felicia🦋

Felicia segir að hana hafði grunað að hann væri að halda framhjá í smá tíma og var með ákveðna konu í huga sem „var alltaf í kringum hann.“ Konan sem um ræðir er ljóshærð og þegar Felicia var að tala við veitingastýruna sagði hún að kærastinn ætti tvær systur og spurði hvort hann væri með ljóshærðu systur sinni eða dökkhærðu.

„Hafið það í huga, ég var að leita að ljóshærðri tík,“ segir Felicia. Veitingastýran sagði að hann væri með ljóshærðri konu.

Daginn eftir fór Felicia heim til kærasta síns. Ofan á allt saman fann hún gerviaugnhár í rúminu hans. Hann reyndi að telja henni trú um að þetta væru hennar augnhár, sem þau voru ekki. Felicia hætti með kærastanum og hefur sjaldan liðið jafn vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Laufey í uppáhaldi hjá Obama

Laufey í uppáhaldi hjá Obama