Fjölmiðlamennirnir Illugi Jökulsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Atli Fannar Bjarkason og Jóhann Hlíðar Harðarson eiga eitt sameiginlegt. DV hafði samband við Atla Fannar Bjarkason verkefnisstjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV og spurði hann hvort hann vissi hvernig hann tengdist þessum mönnum.
„Við eigum allir afmæli í dag en þú getur bætt við Geirmundi Valtýssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who,“ segir Atli og telur upp þekkta íslenska tónlistarmenn. “ Svo sá ég líka á Instagram að konan hans Jóns Jónssonar á líka afmæli,“ segir Atli Fannar léttur. Hann segist hafa vitað af sameiginlegum afmælisdegi sínum og hinna fjölmiðlamannana um nokkurn tíma og starfað með flestum af þeim.
Atli Fannar ætlar að eyða afmælisdeginum í hreyfingu og enda svo á því að fara út að borða. „Ég hef verið að æfa afbrigði af Crossfit þegar það má en núna þarf ég að leita annarra leiða til að æfa,“ segir afmælisdrengurinn Atli.