fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Mynd af Kendall Jenner í agnarsmáum G-streng gerði allt brjálað – Svarar fyrir sig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 13:00

Kendall Jenner. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikadrottningin Kim Kardashian gaf út undirfatalínu Skims um helgina í tilefni Valentínusardagsins. Hún fékk tvær yngri systur sínar, Kendall Jenner og Kylie Jenner, til að sitja fyrir með sér í nærfötunum og hafa myndirnar vakið mikla athygli, sérstaklega ein mynd sem Kendall deildi sjálf.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

Á myndinni má sjá Kendall standa fyrir framan spegil í agnarsmáum g-streng, sem kallast „Micro Thong“, á vefsíðu Skims.

Myndin vakti ekki mikla lukku meðal netverja á Twitter, sem margir gagnrýndu hana fyrir að breyta myndinni sinni í myndvinnsluforriti og setja óraunhæfar væntingar á konur. Hún var einnig sökuð um að auka óöryggi annarra með myndbirtingunni.

„Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta, en hættu að bera þig saman við Kendall Jenner. Hún er með peninga, skurðaðgerðir, lýsingu, ljósmyndara, myndvinnsluforrit, næringafræðinga, einkaþjálfara, förðunarfræðinga og svo framvegis. Þú ert með iPhone myndavél. Hún lítur óraunverulega út, það er vinnan hennar,“ sagði ein kona á Twitter.

Kendall var sökuð um að hafa bæði breytt myndinni og myndbandi sem hún deildi í myndvinnsluforriti. Einn netverji segir að það sjáist í myndbandinu hér að neðan, hvernig línurnar í tjaldinu að aftan breytast.

Gagnrýnin var það mikil að Kendall ákvað að svara henni og sagðist vera „ótrúlega heppin stelpa.“

„Ég er þakklát fyrir allt sem ég á. En ég vil að þið vitið að ég á líka slæma daga og ég heyri í ykkur! Þið eruð falleg alveg eins og þið eruð!!! Þetta er ekki eins fullkomið og það kannski virðist,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna