fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní 2020 fór myndband af konu sem neitaði að nota grímu í matvöruverslun eins og eldur í sinu um netheima. Sandrella er konan í myndbandinu og mætti til Dr. Phil til að segja sína hlið af sögunni.

Ekki nóg með að myndbandið hafi farið í dreifingu um alnetið heldur var það einnig tekið fyrir í fjölmiðlum. Sandrella hefur í kjölfarið verið harðlega gagnrýnd vegna ákvörðunar sinnar að nota ekki grímu og hefur meðal annars verið kölluð „Karen“.

Það hefur varla farið framhjá netverjum að undanfarið ár hefur nafnið Karen fengið á sig slæmt orð. Það er notað yfir hvítar forréttindakonur sem liggja ekki á skoðunum sínum og vilja gjarnan fá að tala við yfirmann. Sandrella kveðst ekki vera „Karen“ og segir að myndbandið segi aðeins hálfa söguna.

Atvikið átti sér stað í matvöruverslun í Los Angeles. Í myndbandinu má sjá Sandrellu rífast við aðra viðskiptavini og halda því fram að hún þurfi ekki að nota grímu. En á þessum tíma var það skylda að nota grímu í verslunum og öðrum almenningsstöðum.

„Demókrata svín,“ öskrar Sandrella meðal annars á fólkið. Hún sagði að hún gæti ekki notað grímu af læknisfræðilegum ástæðum. „Læknirinn minn leyfir mér ekki að nota grímu,“ sagði hún.

Sandrella segir að umrætt myndband segi ekki alla söguna. „Ég fór beint til verslunarstjórans og útskýrði stöðuna. Hún sagði að bara þennan dag mætti ég fara inn í verslunina án þess að nota grímu. Ég sá þennan mann sem stendur þarna. Hávaxinn, miðaldra og með grímu, og hann byrjaði að öskra á mig og kalla mig tík og segja mér að nota grímu. Og ég brást við […] Allt í einu var ég umkringd fólki sem var að gera grín að mér, kalla mig Karen. Ég er ekki Karen. Karen er manneskja sem dæmir aðra, ég dæmi ekki aðra. Það var ég sem var dæmd,“ segir hún og bætir við að sér hafi liðið eins og maðurinn ætlaði að ráðast á hana.

„Því miður var ég harðlega gagnrýnd af vinum mínum eftir þetta atvik. Ég er búin að upplifa mikinn kvíða í kjölfarið.“

Sandrella segist ekki vilja útskýra læknisfræðilegan kvilla sinn, sem hamlar henni að nota grímu, eða ræða hann eitthvað frekar. „Ég þarf þess ekki,“ segir hún.

„Mér finnst eins og það ætti ekki að vera skylda að nota grímu. Hundruð þúsunda einstaklinga deyja úr flensu á hverju ári, en það er enginn að missa sig yfir því.“

Horfðu á Sandrellu hjá Dr. Phil í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi