fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 14:30

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður hefur í þónokkur skipti verið sakaður um þjófnað á höfundarverki. Til að mynda þótti lagið Enginn eins og þú líkjast On My Mind eftir hljómsveitina LEISURE. Þá fannst mörgum tónlistarmyndband Auðs við plötuna Ljós minna á  Apple-auglýsingu tónlistarkonunnar FKA Twigs og kvikmyndagerðarmannsins Spike Jonze. Auður virðist nú hafa svarað umræddum ásökunum, en í færslu sem birtist á Twitter um helgina taldi hann upp nöfn fjölmargra tónlistarmanna sem hann segist vera að stela frá.

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af Justin Timberlake, Bubba, Beach Boys, Shia Labeouf, Jónsa, kef-LAVÍK, Hjaltalín, Magnúsi Jóhanni, Bon Iver (22, a million), Taylor Wwift, GDRN, Bríeti og Rick and Morty righ now.“

Sjá einnig: Er eitt vinsælasta lag Íslands í fyrra stolið? – „Ekki séns að þetta sé tilviljun“

Sjá einnig: Auður sakaður um stuld á Twitter

Færsla Auðs vakti mikla athygli, en þegar að þessi frétt er skrifuð, hafa 360 manns líkað við hana. Þá hafa margir svarað færslunni, þeirra á meðal er Bubbi Morthens, sem hefur verið duglegur að vinna með Auði upp á síðkastið. „Ekki skila mér“ sagði Bubbi.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson spruði hvort að Auður ætti við um Jónsa í Sigur rós eða Jónsa í Svörtum fötum. Auður sagðist taka smá frá báðum.

Þá vitnaði fyrrverandi fyrirliði landsliðsins í handbolta, Ólafur Stefánsson í kvikmyndagerðarmanninn Jean LucGodard. „Það snýst það ekki um hvaðan þú tekur það, heldur hvert þú ferð með það,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“