fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona var gestur í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún sagði frá ótrúlegri ævi sinni í hlaðvarpinu: Hún missti unnusta sinn á hræðilegan hátt, en komst þrátt fyrir það á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og auk þess fengið titilinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík.

Í þættinum kemur fram að hún hafi sem ung kona verið ólík stelpunum í kringum sig, til dæms með því að prófa að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem var alls ekki normið á þeim tíma.

„Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,”

Þá segir Kristín frá því er hún ferðaðist um heiminn. Það gerði hún áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi í Suður-Ameríku. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung.

Kom að unnusta sínum látnum

Í hlaðvarpinu lýsir Kristín andláti Brynjars Bergs Guðmundssonar, unnusta og barnsföður síns . Hún hafði búið með honum, í næstum því tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi.

„Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kallaði á hann og kallaði aftur. Ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum. Ég fór inn í bílskúr og hann var bara við hurðina og þar fann ég hann,“

Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt.

„Það bara springur allt í tætlur, heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,”

Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahússprests.

Lokaorð Kristínar í hlaðvarpinu voru: „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt,”

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=BSvM-Io3l7s

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum