fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Fókus

Katrín Jakobs skilur ekki hvernig eiginmaðurinn nennir að vera með henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 15:06

Mynd: Fréttablaðið/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stundum ekki skilja hvernig eiginmaður og börn hennar nenna að vera með henni. Hún segir frá þessu í viðtali við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti Sölva.

Katrín segir að sér finnist stundum gott að hafa formlega grímu á sér eftir að hún varð forsætisráðherra. Hún segir að þessi gríma hjálpi sér að taka gagnrýni ekki persónulega.

,,Mér finnst að sumu leyti ágætt að vera aðeins formlegri, formlegheitin eru líka svona smá vörn, og ná að aðskilja mann frá persónunni sem maður er að einhverju leyti er svolítið gott að hafa stundum þessa formlegu grímu á sér,“ segir Katrín.

Hún viðurkennir að hún kíki stundum í kommentakerfin og það komi fyrir að eiginmaður hennar, Gunnar Örn Sigvaldsson, þurfi að hafa vit fyrir henni þegar kemur að utanaðkomandi gagnrýni.

Í þættinum viðurkennir hún jafnframt að fjölskyldan verði stundum út undan vegna vinnuálags.

„Ég skil eiginlega hvorki börnin né manninn minn að nenna að vera með mér,“ segir Katrín og hlær.

„Þetta er óendanlega oft svo skrýtið. Það eru oft einhver mál sem kalla á ofboðslega mörg símtöl. Þetta geta verið algjör smámál en samt ofboðslega mikil japl og svona í kringum það. Það er yfirleitt alltaf þannig að um leið og maður fer í frí gerist eitthvað sem kallar á þetta.“

Í viðtalinu ræðir Katrín um skrýtnustu augnablikin í Covid faraldrinum, ástina á Liverpool, samstarfið við Bjarna Ben og margt fleira.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Þú getur hlustað á fleiri þætti á YouTube og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið