fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Hildur Sif pantaði bikiní á netinu – Hefði betur mátt sleppa því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 19:00

Hildur Sif Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sif Guðmundsdóttir, sem margir þekkja úr Áttunni, verslaði bikiní á netinu en hefði betur mátt sleppa því. Hún pantaði bikiní frá vinsælu netversluninni ASOS. Þegar sendingin kom í hús kom í ljós að bikiníið væri allt of lítið. Svo lítið að það passaði á kött Hildar.

Ef kötturinn passar í flíkina, þá er hún of lítil.

„Ég var mjög spennt að fá þetta bikiní og ASOS hefur nánast aldrei klikkað áður. Ég var vægast sagt fyrir vonbrigðum þegar ég opnaði pakkann. Í fyrstu hélt ég bara að það væri svona svaka teygja á þessu og ætlaði að láta vaða að máta þetta, en þegar þetta komst ekki yfir öxlina á mér þá hætti ég að rembast og sætti mig við raunveruleikann,“ segir Hildur Sif og hlær.

Árlega myndatakan.

„Ég á litla sæta kisu sem er ljósið í lífi mínu, og hef áður pínt hana í föt,“ segir Hildur og vísar í árlegu jólamyndatöku þeirra.

„Þannig hugmyndin að láta hana máta bikiníið var ekki svo galin. Ég get alveg sagt að ef kötturinn passar í flíkina þá er hún of lítil.“

Hildur Sif segist hins vegar ekki hafa misst alla trú á netverslunum. „Ég mun ekki hætta að versla á netinu. Það er allt of gaman,“ segir hún.

Sló í gegn á TikTok

Hildur segist hafa pantað bikiníið í sinni venjulegu stærð. Hún veit hins vegar um aðra konu sem keypti sama bikiní og lenti i sömu vandræðum.

Hildur deildi myndbandi af sér reyna að máta bikiníið og kettinum sínum svo í því á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 36 þúsund manns hafa horft á myndbandið. Horfðu á það hér að neðan.

@hildur.sifPantaði bikiní af asos.. kötturinn minn passaði í það.. // ordered a bikinini and it fits my cat🙀 ##iceland ##skinny ##bikini ##fyp ##foryou ##xyzbca♬ SkiNNNYYYYYYYYYY – failedtweetdecker

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“