fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Fókus

María Birta um ástandið í Las Vegas – „Það er allt að sjóða upp úr hérna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. apríl 2020 09:15

María Birta Bjarnadóttir. Mynd: Eyþór/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Birta, leikkona og athafnakona með meiru, býr í Las Vegas. Hún fer með hlutverk nunnu í sýningunni Atomic Saloon sem hefur slegið í gegn í Vegas undanfarna mánuði. Við ræddum við hana um ástandið í borginni vegna kórónuveirunnar.

María Birta býr í hverfi sem heitir Peccole Ranch. Það er um tuttugu mínútur frá aðalgötunni, Las Vegas Blvd.

„Þetta hefur verið mjög súrrealískt ástand. Það var haldinn neyðarfundur tvisvar sinnum í vinnunni minni og við látin vita að við myndum halda áfram eins lengi og hægt væri. Einungis tveimur dögum eftir fyrsta fundinn ákvað Cirque du Soleil að loka öllum sýningunum sínum til 4. maí. Þá var haldin annar neyðarfundur hjá okkur og við látin vita að við myndum enn reyna að halda öllum sýningum opnum hjá okkur, en svo daginn eftir fengum við símtal um að öll hótel og spilavíti væru að loka eftir skipun frá ríkisstjóra Nevada. Við vorum mjög glöð með það þar sem mörgum okkar var ekki farið að lítast á blikuna, að sýna í mikilli nálægð við stóran hóp fólks sem ferðast hefur frá öllum heimshornum. Það hefur núna allt verið lokað frá 19. mars,“ segir hún.

María Birta fer í fjallgöngur.

Allt lokað

María Birta segir að það sé nánast allt lokað nema það sem telst „nauðsynlegt.“

„Það var sett bann á allt sem þótti ekki nauðsynlegt. Matvöruverslanir voru mjög tómlegar fyrstu vikurnar. Langar biðraðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og fólk mátti ekki kaupa meira en eitt af flestu. Það skapaðist mikið hræðsluástand. En maður sér að um helmingur fólks hérna er ekki að taka þessu alvarlega, er ekki með grímur og virðir ekki reglur,“ segir hún.

Borgin hefur verið mjög tómleg undanfarnar vikur.

„Allt í einu varð Las Vegas eins og kvikmyndasett,“ segir María Birta og vísar í myndir sem ljósmyndarinn Josh Metz tók sem má sjá hér að neðan.

„Þetta er uppáhalds myndbandið mitt frá Las Vegas eftir lokun . Þetta hefur gerst mjög oft undanfarnar vikur, endur og gæsir að labba um göturnar,“ segir María Birta. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Fólk einfaldlega í áfalli

María Birta segir ástandið stigmagnast eftir að borgarstjóri Las Vegas lét ýmis ummæli falla í viðtali á CNN.

„Það er allt að sjóða upp úr hérna núna eftir að borgarstjóri Las Vegas, Carolyn Goodman, fór í viðtal við Anderson Cooper á dögunum. Þar sagðist hún vilja opna öll spilavíti og hótel strax og segist hafa boðið borgina og alla íbúa hennar fram sem tilraunahóp. Hún sagði meðal annars að hún vildi að við myndum öll fá lyfleysusprautu (e. placebo) fyrir COVID-19 svo hægt væri að sjá hversu margir myndu veikjast. Það mun eitthvað mikið gerast hérna á næstu dögum því fólk er einfaldlega í áfalli eftir þetta viðtal og mjög margir skiljanlega mjög reiðir.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við borgarstjóra Las Vegas á CNN.

Halda sig heima

Eiginmaður Maríu Birtu, listamaðurinn Elli Egilsson, er staddur í Las Vegas hjá henni.

„Við höfum það nokkuð gott eins og er. Reynum bara að vera eins jákvæð og hægt er í þessu ástandi. Ég er mikið að fikta við að rækta plöntur þessa dagana á meðan að Elli fer í vinnunni alla daga að mála. Hann er heppinn að vera bara einn í stúdíóinu sínu,“ segir María Birta.

Elli ver dögunum í stúdíónu sínu að mála.

„Við höldum okkur bara mestmegnis heima. Við höfum farið tvisvar í smá fjallgöngu nálægt Red Rocks, en í bæði skiptin lögðum við bílnum ekki nálægt neinum og löbbuðum bara í hundruð metra frá næsta manni. Allt sem við fáum sent heim fer í sína þriggja daga sóttkví og allt er sprittað. Við viljum ekki taka neina sénsa.“

Hjónin áttu flug til Íslands í apríl til að knúsa vini og fjölskyldu. Þau hættu við ferðina vegna kórónuveirunnar og vita ekki hvenær stendur til að koma næst.

„Ég sé ekki fram á að ég muni koma fyrr en hugsanlega næsta vetur,“ segir María Birta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears hætt á Instagram – Þetta er ástæðan

Britney Spears hætt á Instagram – Þetta er ástæðan