fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Friðrik Dór sá karlmann í rúminu sínu þegar hann var yngri – „Þetta eyðilagði mig alveg gjörsamlega“

Fókus
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 14:36

Friðrik Dór Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson opnar sig um svefnerfiðleika sem hann glímdi við í æsku. Hann segist hafa sofið upp í hjá foreldrum sínum þar til hann var tólf ára því hann sá alltaf ókunnugan karlmann í rúminu sínu.

Friðrik Dór segir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá sem kom út í gær.

„[Maðurinn] lá alltaf við hliðin á mér með hatt niður í augun og strá í kjaftinum. Ég svaf upp í hjá mömmu og pabba þar til ég varð tólf ára. Þetta eyðilagði mig alveg gjörsamlega,“ segir Friðrik Dór.

„Þegar mamma var að reyna að laga þetta, þá setti hún dýnu á gólfið inni hjá mér og sagði: „Við gerum þetta núna svona og þú hættir þessu kjaftæði.“ Hún lá þarna, og ég hlýt að hafa verið eitthvað geðveikur á tíma. En svo opnaði ég augun, ég var búinn að þykjast vera sofandi í einhvern tíma, og varð skíthræddur.  Mamma var orðin strengjabrúða. Ég er ekki að grínast. Ég var sannfærður um að hún væri orðin strengjabrúða,“ segir Friðrik Dór.

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“